- Advertisement -

Lélegir og úr sér gengnir strætisvagnar – Strætó hefur þurft að fella niður ferðir

„Við þurf­um að reyna að finna framtíðarlausn­ir. Áhyggj­ur okk­ar bein­ast helst að því að meðan staðan er erfið náum við ekki að fjár­festa neitt,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­i Strætó, Jóhannes Rúnarsson í Mogga dagsins.

Þar vís­ar hann til ald­urs og ástands vagna­flota Strætó. Lítið hef­ur verið fjár­fest í nýj­um vögn­um síðustu ár vegna bágr­ar fjár­hags­stöðu en þó er von á níu litl­um vögn­um í sum­ar sem laga munu stöðuna aðeins. Tekju­áætlun Strætó bygg­ist á því að hægt sé að halda fullri þjón­ustu á þeim leiðum sem keyrðar eru. Það sé því ekki góðs viti að í des­em­ber og í janú­ar þurfti að fella niður um 50 ferðir vegna ástands flot­ans.

„Það get­ur komið upp sú staða að við höf­um ekki tæki og tól til að keyra leiðir og þar af leiðandi get­um við ekki aflað tekna,“ seg­ir Jó­hann­es. „Við erum af­skap­lega ánægð með að nú er fullt af farþegum að koma aft­ur eft­ir Covid. Það eru já­kvæð teikn á lofti þar og því er áhyggju­efni ef við get­um ekki tekið á móti þess­um fjölda.“

„Það geng­ur ekki að reka fyr­ir­tækið dag frá degi. Þetta er fjár­frek­ur rekst­ur og það tek­ur lang­an tíma bæði að fá tæki og að skera niður í rekstri. Bara það að kaupa nýja vagna tek­ur um það bil eitt og hálft ár.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: