- Advertisement -

Lífæðar samfélagsins í hættu

Þetta heit­ir að pissa í skó­inn sinn og er okk­ur ekki til sóma miðað við þá hag­sæld sem við vilj­um búa við.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist létt eftir að Bjarni Ben sleppti tökunum. Víða má finna opinberun þingmanna flokksins um viðtskilnað Bjarna. Hann hefur verið ráðandi í íslenski pólitík á annan áratug. Áslaug Arna hefur dregið saman hver viðskilnaðurinn var á þjóðvegunum:

„Lífæðar samfélagsins í hættu

Ég hef ferðast um land allt síðastliðnar vik­ur í aðdrag­anda lands­fund­ar sjálf­stæðismanna og lagt við hlust­ir hvað brenn­ur mest á lands­byggðinni. Skór­inn virðist alls staðar kreppa á sama stað – sam­göng­ur milli lands­hluta eru í ólestri og víða er vega­kerfið hrunið eða að hruni komið. Þetta á sér­stak­lega við á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum, þar sem þun­ga­tak­mark­an­ir hafa verið sett­ar á flesta vegi og ástandið er orðið þannig að sums staðar er hætt að landa sjáv­ar­afla, þar sem ekki er hægt að koma hon­um á markað.

Vega­gerðin hef­ur lýst yfir hættu­ástandi víða vegna bik­blæðinga, bæj­ar­stjór­inn í Stykk­is­hólmi tal­ar um neyðarástand á Snæ­fellsnesi, at­vinnu­rek­end­ur verða stöðugt fyr­ir skaða og not­end­ur kvarta und­an eyðilegg­ingu öku­tækja með til­heyr­andi sam­fé­lags­leg­um kostnaði. Of litlu fjár­magni er veitt í verk­efnið og það sem þó fæst fer í að slökkva brenn­andi elda í stað fyr­ir­byggj­andi viðhalds. Þannig hef­ur stund­um þurft að hefla ónýtt slitlag af veg­um og breyta þeim aft­ur í mal­ar­vegi til þess að halda þeim opn­um og það er aft­ur til umræðu núna. Þetta heit­ir að pissa í skó­inn sinn og er okk­ur ekki til sóma miðað við þá hag­sæld sem við vilj­um búa við.

Lausn­in á þess­um sam­göngu­vanda er ekki aukið eft­ir­lit með þunga­flutn­ing­um eins og ráðherra sam­göngu­mála hef­ur lagt til, held­ur þarf risa­átak í að byggja upp vegi með al­vöru burðarþoli og var­an­legu slit­lagi. Sam­keppn­is­hæfi lands­ins er í húfi. Að auki bíður fjöldi arðbærra verk­efna í stytt­ingu vega og gerð jarðganga. Þetta eru innviðaverk­efni sem þola enga bið en eru ólík­leg til að vera fjár­mögnuð af rík­is­sjóði ein­um sam­an.

Þörf­in fyr­ir ör­uggt og skil­virkt vega­kerfi hef­ur aldrei verið meiri. Krafa sam­fé­lags­ins er að þau gríðarlegu verðmæti sem lands­byggðin fram­leiðir kom­ist hratt á markað, vöru­flutn­ing­ar gangi snurðulaust og al­menn­ing­ur all­ur geti ferðast ótta­laus um landið allt árið um kring. Höf­um líka í huga að það hafa aldrei verið fleiri er­lend­ir ferðamenn á ferðinni um landið okk­ar held­ur en nú.

Við höf­um góða reynslu af sam­starfs­verk­efn­um op­in­berra aðila og einkaaðila þegar kem­ur að vega­fram­kvæmd­um, svo sem Hval­fjarðargöng­un­um. Ef ein­hvern tíma var þörf er nú nauðsyn. Jarðganga­fé­lag í Fær­eyj­um er okk­ur góð fyr­ir­mynd og ég er sann­færð um að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins með sína 8.000 millj­arða væru meira en reiðubún­ir að fjár­magna arðbær lang­tíma­verk­efni. Sam­göngu­innviðir eru langt í frá einu verk­efn­in þar sem beisla má afl utan op­in­berra sjóða, en þar hast­ar mest í augna­blik­inu.

Verk­efnið er skýrt. Finn­um strax leiðir til að byggja upp al­vöru sam­göngu­innviði, björg­um verðmæt­um og stöðvum sóun. Framtíðin er nefni­lega núna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: