- Advertisement -

Louisa á uppboð

Louisa MatthíasdóttirListmunauppboð verður í Gallerí Fold á mánudaginn 20. febrúar og byrjar klukkan átján.

Á uppboðinnu verður sérstakur flokkur með Reykjavíkurmyndum eftir ýmsa listamenn, m.a.nokkrar myndir eftir Jón Helgason biskup, verk eftir Emanuel Larsen (1823-1859), Ásgrím Jónsson og Nínu Tryggvadóttur svo einhver séu nefnd. Alls eru þetta um 20 myndir frá 19. og 20. öldinni.

20. febrúar er einnig afmælisdagur Louisu Matthíasdóttur en þann dag verða 100 ár liðin frá fæðingu listakonunnar. Af því tilefni verða boðin upp fjögur málverk eftir hana.

Af öðrum verkum þá má nefna tvö verk eftir Braga Ásgeirsson, strangflatar verk og verk frá sýningunni í Norræna húsinu 1975. Þá verða boðin upp þrjú verk eftir Alfreð Flóka. Nokkur verk eftir Gunnlaug Scheving er einnig að finna í uppboðsskránni, þar á meðal málverk af ungum sjómanni. Lítil kommóðumynd eftir Kristján Davíðsson verður einnig boðin upp en þær eru alltaf eftirsóttar og tvö verk eftir Karl Kvaran. Annað þeirra er fígúratív mynd í minni kantinum, töluvert fágæti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá verða einnig boðin upp áhugaverð verk eftir Jóhann Briem, Mugg, Kristínu Jónsdóttur, Snorra Arinbjarnar, Gunnlaug Blöndal og um tugur verka eftir Kjarval.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: