- Advertisement -

Lygilegra en nokkur lygi

Núverandi ráðuneytisstjóri er ekki kominn á aldur, en engu að síður á að skipta honum strax út.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Nú líður að því að Kristján Þór Júlíusson fulltrúi Samherja í ríkisstjórn Íslands skipi nýjan ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytið. Það sem vekur sérstakan grun um að ráðherra vilji koma sínum manni að, er að núverandi ráðuneytisstjóri er ekki kominn á aldur, en engu að síður á að skipta honum strax út. Afar líklegt er því að ráðherra skipi gamlan varðhund hagsmuna Samherja í stól ráðuneytisstjóra, Kolbein Árnason, fyrrum framkvæmdastjóra LÍÚ. Hann hefur eflaust haft hönd í bagga með fáránlegri lögsókn nokkurra fyrirtækja í SFS, á hendur ríkinu. Það sem fulltrúar stóru uppsjávarútgerðanna voru ósáttir með  var reglugerð Jóns Bjarnasonar fyrrum ráðherra, sem kom í veg fyrir að stóru uppsjávarútgerðirnar sætu einar að veiðum á makríl. Í stað þess var fleirum heimilt að veiða fiskinn sem hafði þá nýverið látið sjá sig í íslenskri efnahagslögsögu m.a. smábátum og togurum.

Á litla spillta Íslandi…

Á litla spillta Íslandi var síðan faðir Kolbeins Árnasonar fenginn til að dæma í máli sem sonurinn átti aðild að – það var ekki að sökum að spyrja hvernig pabbinn dæmdi í málinu. Þessi dómur var síðan skálkaskjól ríkisstjórnar Vg, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, fyrir því að afhenda að megninu til nokkrum auðmönnum nýtingarrétt á makrílnum.

Ef niðurstaðan verður sem að líkum lætur, þá er það í sjálfu sér dapurlegt – Ekki hve síst í ljósi þess að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á bætt vinnubrögð og efla traust á stofnunum og stjórnkerfi landsins. 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: