- Advertisement -

MBL: Verðtryggingin skaðar engan

Samfélag Leiðari Morgublaðsins í dag er forvitnilegur. Hann ber fyrirsögnina; „Dellukenningar?“

Þar er meðal annars talað um verðtryggingu og kenningar í kringum hana.

„En eins og menn vita þá eru þeir til sem gera út á það að verðtryggingin ráði mestu um það hvort lífvænlegt sé að búa á Íslandi eða ekki. Fyrir daga »verðtryggingar« komust menn yfir fasteign með því að fá óverðtryggð lán í óðaverðbólgu, sem sá um að éta lánin upp. Tapaði enginn í þeim skollaleik? Jú, reyndar. „Gamla fólkið“ sem beið í biðröðum í bönkunum á fyrstu dögum hvers árs til að láta færa vextina sína inn í bókina. Það áttaði sig fæst á því, að þótt innstæðan hækkaði var sparsamt fólk skipulega rænt,“ segir meðal annars í leiðaranum.

Höfðu góðan „aðgang“ að bönkunum

Þú gætir haft áhuga á þessum

Áfram skal lesið: „Auðvitað skipti að auki nokkru máli hverjir það voru sem við þessar aðstæður höfðu góðan „aðgang“ að bönkunum. Það réð miklu um það hverjir urðu fjárhagslega sjálfstæðir og hverjir ekki. Í áratugi borguðu menn í lífeyrissjóðinn sinn og hann var þó sama sem ónýtur þegar grípa átti til hans allt fram að tíma verðtyggingar á árinu 1980. Eftir að kostur varð á verðtryggingu missti verðbólgan nær alla sína bandamenn. Það tók „aðila vinnumarkaðarins“ ekki nema 10 ár að skilja það.“

Verðtrygging áfram fyrir þá sem vilja

„Nú má vel vera að þjóðfélagið sé orðið svo efnahagslega þroskað eftir verðbólgubálin miklu frá 1971-1983 og „hrunið“ 2008 að hægt sé að vera án verðtryggingar. En ef svo vel er komið þá getur heldur engan skaðað að verðtrygging sé áfram til sem kostur fyrir þá sem vilja. Hún getur ekki gert þjóð sem orðin er „fjármálalæs“ neitt til.“

Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: