- Advertisement -

Með blóðtappa hjá Sóla Hólm

Kristborg áhyggjjulaus í Cartagena

Ég og Kristborg vorum að fara á uppistand hjá Sóla Hólm í kjallaranum í Hard Rock. Lögðum bílnum í stæði við hinn fræga Klausturbar.  Ég kenndi mér meins á göngunni frá bílnum. Var orðinn draghaltur þegar við komumst á áfangastað..

Uppistandið byrjaði. Fólk hló og hló. En ekki ég. Mér leið ekki vel. Vildi samt ekki trufla Kristborgu. Gafst upp í hléinu og sagðist finna mikið til. Hún leit á fótlegginn og sá að fótleggurinn hafði þanist svo mikið út að við lá að hann sprengdi buxurnar utan af sér.

„Þú ert með blóðtappa,“ sagði Kristborg sem er reyndur og öndvegis sjúkraliði. Úr varð að við yfirgáfum Sóla og skemmtunina. Ég vildi ekki beint á bráðadeildina. Þá var búið að  biðja fólk um koma ekki þangað nema í neyð. „Þetta er neyð,“ sagði Kristborg en gaf eftir og ók mér á Læknavaktina. Lækninum þar var brugðið. Vildi kalla á sjúkrabíl. Sem ég aftók. Hann skrifaði bréf til bráðavaktarinnar sem við sýndum þegar þangað var komið.

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Fara heim,“ sögðum við hjónin einum kór. „Já, þú mátt bara  fara,“ sagði hann.  Ég spurði; „…á ég að taka blóðtappann með mér?“

Við tók bið. Fyrst á neðri hæðinni og svo á efri hæðinni. Loks var ég sóttur og farið með mig á röntgendeildina. Þar tók á móti mér fínn læknir. Kona sem spjallaði við mig meðan hún myndaði.

Að  því loknu sagði hún að ég yrði sóttur. Ég spurði hvað hefði komið í ljós. „Þú ert með  blóðtappa í hnésbótinni,“ sagði hún og sagðist senda niðurstöðurnar til þess læknis sem átti að annast mig. „Takk fyrir,“ sagði ég.

Kristborg varð ekki hissa. Hún vissi hvað var. Svo kom að biðinni löngu. Ég fann drjúgt til. Við biðum og biðum  og biðum.

Loks kom læknirinn. Hann var ákveðinn og sagði að ég mætti fara heim. „Fara heim,“ sögðum við hjónin einum kór. „Já, þú mátt bara  fara,“ sagði hann.  Ég spurði; „…á ég að taka blóðtappann með mér?“

„Hvaða blóðtappa ert þú að tala um,“ spurði læknirinn.. „Nú þann sem sást á röntgenmyndunum,,“ sagði ég. „Ertu með blóðtappa,“ stamaði læknirinn upp úr sér og yfirgaf herbergið þar sem við vorum.

Ég var síðan hafður á  sjúkrahúsinu þá um nóttina. Ég hef náð bata.

En hvað, ég hefði ekki spurt röntgenlækninn og ekki spurt hinn hvort ég ætti að taka blóðtappann með mér, þegar hann sagði mér að fara heim, já hvað þá?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: