- Advertisement -

Meirihlutinn segir nei við rekstrarúttekt

Höfnuðu að gerð yrði rektstrarúttekt á Félagsbústöðum og segja nóg til af slíku og óþarft að bæta þar við. „Meirihlutinn getur ekki endalaust neitað að horfast í augu við það ástand sem fjölmargir notendur fyrirtækisins hafa lýst,“ segir borgarfulltrúi.

Meirihlutinn í borgarráði sagði nei við tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, við tillögu um gerð yrði rektstrarúttekt á Félagsbústöðum.

Meirihlutinn segir að á síðustu tíu árum hafi verið gerður fjöldi úttekta á Félagsbústöðum „…sem lúta að flestum þeim atriðum sem um getur í tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins.“

Þau segja að ekki fáist séð hvað muni nást fram með annarri úttekt á Félagsbústöðum. Í bókun meirihlutans segir: „Þá er bent á að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar hefur annast úttektir á rekstri Félagsbústaða frá árinu 2008. Árið 2012 var gefin út skýrsla innri endurskoðunar: Félagsbústaðir hf., Úttekt á rekstri, stjórnarháttum og hlutverki, sem fylgt hefur verið eftir allt til ársins 2018.“

Kolbrún var ekki sátt og lýsti yfir vonbrigðum. „Hér er verið að biðja um óháða úttekt og er verið að biðja um að fleiri atriði verði skoðuð sem ekki hafa verið skoðuð áður. Flokkur fólksins bað ekki um umsagnir fjármálastjóra og innri endurskoðanda á þessari tillögu heldur óskaði eftir að óháður aðili fengi verkefnið beint.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Kolbrún Baldursdóttir: „Fjölmörg dæmi eru um að húsnæði Félagsbústaða sé heilsuspillandi vegna skorts á viðhaldi.“

Kolbrún bókaði: „Með því að fella þessa tillögu læðist að sá grunur að hræðsla sé við að hleypa óháðum aðila að verkinu. Vandi Félagsbústaða er margþættur og alvarlegur, vandi sem ekki hefur verið tekið á með markvissum hætti. Meirihlutinn getur ekki endalaust neitað að horfast í augu við það ástand sem fjölmargir notendur fyrirtækisins hafa lýst. Margir skjólstæðingar Félagsbústaða eru að sligast undir allt of hárri leigu og fjölmörg dæmi eru um að húsnæði Félagsbústaða sé heilsuspillandi vegna skorts á viðhaldi. Skjólstæðingar Félagsbústaða eiga rétt á að gerð verði óháð úttekt frá aðilum sem ganga til verks með það fyrir augum að kanna með hlutlausum hætti hvort að þær fjölmörgu kvartanir sem komið hafa eigi við rök að styðjast.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: