- Advertisement -

Mér þykir miður að Guðrún velji fremur þann kost að slá sig til riddara

Mér þykir í raun miður að skrifa hér á þessum vettvangi um þessi mál, en ekki er undan því komist að gera athugasemd við málflutning Guðrúnar Hafsteinsdóttur.

Jón Gunnarsson.

Góður leiðtogi hvetur samverkamenn, styður þá til góðra verka og gefur þeim svigrúm til að njóta þess sem vel er gert. Þannig verður til öflug liðsheild þar sem hver og einn fær að njóta sín. Öflugur leiðtogi eignar sér ekki árangur annarra eða gerir lítið úr þeim sem á undan komu.

Þetta skrifaði Jón Gunnarsson þingmaður XD. Hann er ekki hættur, lesum áfram:

Mér þykir í raun miður að skrifa hér á þessum vettvangi um þessi mál, en ekki er undan því komist að gera athugasemd við málflutning Guðrúnar Hafsteinsdóttur í þessari klippu sem hún deilir hér með opinberlega í aðdraganda formannskosninga í Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur haldið því fram að ekkert hafi gerst í útlendingamálunum fyrr en hún steig inn í dómsmálaráðuneytið. Ekkert er fjarri lagi. Guðrún hefur í engu svarað persónulegum pósti mínum til hennar um þetta mál. Hún væri meiri manneskja með því að leiðrétta þetta með einhverjum hætti sjálf.

Þetta þekki ég vel…

Grunnur að árangri í útlendingamálum var lagður í sameiginlegu átaki þeirra sem á undan Guðrúnu voru í dómsmálaráðuneytinu og þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þetta þekki ég vel eftir að hafa setið í stóli dómsmálaráðherra, þar sem ég talaði afdráttarlaust gegn þeirri stöðu sem þá var uppi í útlendingamálum. Umsóknum fjölgaði í veldisvexti með tilheyrandi áhrifum á íslenskt samfélag, álagi á innviði og kostnaði.

Ráðherrar flokksins sem á undan mér komu höfðu allir gert ítrekaðar tilraunir til breytinga á útlendingalögum og lagt drög á þeim breytingum sem síðan náðust í gegn.

Það gustar oft um þá sem fara gegn straumnum og það var lýsandi fyrir tíma minn í ráðuneytinu. Árið 2023 náðum við Sjálfstæðismenn í gegn fyrstu breytingum á útlendingalögum; mál voru afgreidd hraðar, spornað var við misnotkun verndarkerfisins, skerpt á heimildum til skerðingar og niðurfellingar þjónustu til þeirra sem voru hér í ólögmætri dvöl. Við tryggðum framkvæmd ákvarðana um frávísun og brottvísun og aukningu á tímabilinu má að langstærstum hluta rekja til endurmats á stöðu í Venezúela sem við settum í gang seinni hluta árs 2022. Eftir langan tíma samþykkti kærunefnd útlendingamála að landið væri ekki óöruggt land. Allt saman eðlilegar breytingar á útlendingalögum og af þeim er ég stoltur. Það þurfti að hafa fyrir því að koma þessu í gegn, mér voru gerðar upp annarlegar skoðanir af stjórnarandstæðingum og reyndar hluta stjórnarliða sem tóku þessum breytingum illa.

Mér þykir miður að Guðrún Hafsteinsdóttir…

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stóð þétt með mér í þessum verkefnum öllum og sérstaklega þeir þingmenn flokksins sem stóðu í ströngu í þingnefndunum þegar frumvarpið var í meðförum þingsins. Fráfarandi formaður okkar Bjarni Benediktsson var eins og klettur í málinu við ríkisstjórnarborðið, stóð þétt við bak ráðherra flokksins í málaflokknum og talaði óhikað fyrir því sem hann vissi að var rétt. Skemmst er að minnast yfirlýsinga hans á tröppum Bessastaða 19. Júní 2023, þar gaf hann skýra línu. Ég er honum ævinlega þakklátur fyrir trausta forystu í þessu máli líkt og öðrum undanfarin ár.

Mér þykir miður að Guðrún Hafsteinsdóttir velji fremur þann kost að slá sig til riddara en að halda til haga því sem rétt er og sé mig nauðbeygðan til að birta þessa færslu þar sem hún hefur hunsað persónuleg skilaboð mín til hennar vegna þessa.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: