- Advertisement -

Mesta vitleysa dagsins í dag

Gunnar Smári skrifar::

Þetta er vitlausasta í fjölmiðlum dagsins. Fólk er beðið að velja skásta ráðherrann, benda á þann sem það treystir best úr hópi ráðherra. Svo er það kynnt eins og fólk treysti þessu fólki svo og svo mikið. Þetta er samsagt ekki könnun á trausti fólks á ráðherrunum; það getur verið minna eða meira.Og hvernig í veröldinni á að túlka þetta? Er það gott eða slæmt að tæp 19% velji Katrínu þegar það má velja ráðherra úr ríkisstjórn Katrínar? Eða að tæp 11% nefni valdamesta ráðherrann? Þykir fólki súrsaðir bringukollar góðir ef það velur þá helst á þorrablóti en myndi ekki líta við þeim ef ósúr matur væri í boði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: