- Advertisement -

Mogginn kallar á fleiri ráðherraskipti

„Veður hafa skip­ast í lofti og þyngri róður framundan. Áhöfn­ina þarf að miða við það og end­ur­nýjað er­indi.“

Leiðari MOggans.
Þorgerður K.R. Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Verður önnur þeirra fjármálaráðhera?

„Flest­ir hafa gert ráð fyr­ir því að Guðrún Haf­steins­dótt­ir taki sæti í rík­is­stjórn og Jón Gunn­ars­son hverfi úr henni, líkt og kynnt var þegar rík­is­stjórn­ar­sam­starfið var end­ur­nýjað 2021 og Guðrún verið óþreyt­andi við að rifja upp í fjöl­miðlum,“ segir í leiðara Moggans.

„Ekk­ert seg­ir þó að það séu ná­kvæm­lega þau ráðherra­skipti, sem fram þurfi að fara, eða hin einu. Fleiri stól­ar eru við borðið og sjálfsagt að huga að því hvort þeir gætu verið bet­ur skipaðir; hvar áhugi, þekk­ing og hæfi­leik­ar hvers og eins nýt­ast best.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bjarni Benediktsson. Færir hann sig í utanríkisráðuneyti?

Ekki er t.d. sjálf­gefið að Jón, sem reynst hef­ur dug­andi í erfiðum mála­flokki, fari úr rík­is­stjórn þó Guðrún komi inn. Rætt um að Guðlaug­ur Þór Þórðar­son kunni að hverfa til annarra starfa, hann brenn­ur ekki fyr­ir verk­efn­um sín­um og staða hans önn­ur eft­ir mis­heppnaða at­lögu að for­mann­in­um,“ segir í málgagninu.

„Formaður­inn Bjarni Bene­dikts­son gæti líka flutt sig um set, t.d. með því að skipta um hlut­verk við Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, en hafi hún ekki áhuga á fjár­málaráðuneyt­inu má vel sjá fyr­ir sér flókn­ari ráðherrakap­al. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir er ljós­lega framtíðarmann­eskja, sem gæti tekið að sér veiga­mikið verk­efni af því tagi, en eins gæti þing­flokks­formaður­inn Óli Björn Kára­son gert það ef rými mynd­ast við rík­is­stjórn­ar­borðið. Bjarni hef­ur þannig ýmsa kosti vilji hann ydda ráðherra­hóp sinn.“

Mogginn spekúlerar um ráðherra hinna stjórnarflokkanna:

„En það má líka spyrja hvort aðrir for­ystu­menn stjórn­ar­inn­ar ættu ekki að huga að breyt­ing­um fyrr en síðar. Vinnu­markaðsráðherr­ann Guðmund­ur I. Guðbrands­son hef­ur t.d. sýnt af sér uggvæn­lega værukærð í aðdrag­anda erfiðrar kjaralotu og hugs­an­lega nytu hæfi­leik­ar Svandís­ar Svavars­dótt­ur sín bet­ur þar. Sömu­leiðis gæti Fram­sókn vilja end­ur­hugsa lið og leik­skipu­lag nú þegar þarf að spila vörn frek­ar en sókn.“

Og svo endar þetta svona:

„Veður hafa skip­ast í lofti og þyngri róður framundan. Áhöfn­ina þarf að miða við það og end­ur­nýjað er­indi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: