- Advertisement -

Mótmæla skerðingu opinberrar þjónustu

Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé einhuga um þessi áform til að ráðast að verðbólgunni og spara í ríkisútgjöldum án þess að tilgreina á hvaða innviði verði ráðist með niðurskurðarhnífnum.

„Aðalfundur Sameykis mótmælir harðlega áætlunum ríkisstjórnarinnar að skera niður opinbera þjónustu með því að segja upp starfsfólki, leggja niður stofnanir og fækka mikilvægum verkefnum sem þær sinna fyrir samfélagið. Þetta er ein af ályktunum Sameykis:

„Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé einhuga um þessi áform til að ráðast að verðbólgunni og spara í ríkisútgjöldum án þess að tilgreina á hvaða innviði verði ráðist með niðurskurðarhnífnum. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin sækja auknar tekjur með því að auka álögur á launafólk með hækkandi gjöldum og skertri þjónustu stofnana. Þetta eru þakkirnar til opinberra starfsmanna fyrir að standa vaktina í stormi heimsfaraldursins og tryggja innviði samfélagsins.

Aðalfundur ályktar og bendir forsætisráðherra á leiðir sem færar eru til að verja kaupmátt launa í stað þess að ráðast að launafólki með skattahækkunum og skertri þjónustu opinberra stofnana ríkisins. Sú leið er að ríkissjóður afli tekna til að mæta útgjöldum með réttlátri og árangursmiðaðri skattheimtu á stóriðju, stórútgerðina, fiskeldi, fjármálastofnanir, fjármagnstekjur og hvalrekaskatt.

Aðalfundur Sameykis mótmælir harðlega fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem munu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir launafólk og samfélagið allt ef þær ná fram að ganga. Forsætisráðherra notar orðræðu um að við þjóðin séum öll í þessu saman. Það er rangt því stjórnvöld undanskilja fjármagnseigendur, erlenda auðhringa, stórútgerðina, stórfyrirtæki og þá sem nýta auðlindir þjóðarinnar í eigin þágu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: