- Advertisement -

Munu sjómenn borga veiðigjöldin?

- sjómaður uppgefinn á forystu sjómanna. „...þeim finnist þeir getað tekið sér pásu frá þeim málum sem okkur varða - félaga þessara stéttarfélaga.“

Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og lögræðingur skrifar:

Á sama tíma og sjómannaforystan telur hag sjómanna hafa tekið stakkaskiptum eftir síðustu samninga með fríu fæði og vinnufötum sem þeir sjálfir og hjálparlaust, að eigin mati, komu inn í okkar kjör líður mér eins og þeim finnist þeir getað tekið sér pásu frá þeim málum sem okkur varða – félaga þessara stéttarfélaga.

Á þeim tíma sem liðinn er frá seinasta verkfalli hef ég sjálf ítrekað reynt að vekja athygli á málum sem bregðast þarf við og hvatt forystu sjómanna til aðgerða, bæði í beinum samtölum við forsvarsmenn þessara félaga sem og með skrifum o.fl til að vekja athygli á þeim atriðum sem mér finnst mikilvægt að fjallað sé um og unnið sé að á þeim tíma sem líður á milli samningaviðræðna.

Ég hef bent á hvernig sjómenn fengu einir stétta ekki aukið mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóði, gagnrýnt framgöngu forystunnar varðandi myndavélaeftirlit og nú síðast varðandi frumvarp um breytingar á veiðigjaldinu. Miðað við mína reynslu af samskiptum við okkar verkalýðsforystu gerði ég ekki ráð fyrir að okkar hagsmuna væri gætt hér frekar en fyrri daginn þegar nýtt veiðigjaldafrumvarp var kynnt nú í síðustu viku.

Við sjómenn ræðum það okkar á milli að líklega verði veiðigjöldin að einhverju leiti klipin af okkar hlut og af þeirri ástæðu hef ég tekið saman athugasemdir og umsögn um frumvarpið og komið þeim á framfæri við Atvinnuveganefnd Alþingis sem fer með málið.

Umsögn mína má hver sem vill lesa sér til fróðleiks og gagns.

Aðalatriði athugasemda minna eru:

  1. Verðmætaaukning fiskvinnslu er ekki tekin inn í gjaldstofn til útreiknings á veiðigjaldi sem er hreinn og beinn hvati fyrir útgerð að lækka verð til sjómanna og handstýra enn frekar verðmyndun á fiski.
  2. Frumvarpið tekur ekki á þeirri brotalöm sem á sér stað í verðmyndun á fiski, en upplýsingar úr opinberum gögnum benda til þess að sjómenn fái ekki gert upp á réttum verðum.
  3. Frumvarpið er illa unnið og langt í frá boðlegt sem grunnur að einhverskonar sátt um pólitískt hitamál.

 

 

 

 

Sjá umsögnina hér.

 

 

 

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: