- Advertisement -

Næmt tímaskyn stjórnenda Seðlabankans

„Von á Kaupþingsskýrslu í janúar, sagði seðlabankastjóri í RÚV-fréttum kvöldsins um skýrsluna sem hann hefur lofað árum saman um meint lögbrot í bankanum í október 2008. Meint brot fyrntist í október 2018. Þetta kallar maður næmt tímaskyn.“

Þetta skrifaði Þorvaldur Gylfason prófessor eftir að hafa horft á sjónvarpsfréttirnar í gærkvöld.

Þar kom þetta fram: „Við erum núna búin að fá svar sem að svaraði kannski ekki að öllu leyti, en að ein­hverju leyti, og það svar mun verða hluti af skýrsl­unni. Og ég er að vona það að það verði hægt, það kannski næst ekki fyr­ir ára­mót, en mjög fljót­lega á nýju ári. Það er mín von en ég veit ekk­ert hvað ger­ist, kem­ur upp á,“ sagði Már í skrif­legu svari sínu til RÚV og birt var í gær.

Sem sagt; Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri von­ast til að skýrsla um 500 millj­óna evra lánið sem bank­inn veitti Kaupþingi sama dag og neyðarlög­in voru sett árið 2008 verði birt í næsta mánuði. Sökin í málinu, sé hún einhver, rann sem sagt út fyrir fáum vikum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: