- Advertisement -

Nauthólsvíkurbragginn átti að kosta 158 milljónir en kostaði 400

Jafnvirði nýs leiksóla. Hönnunin á Hlemmi átti að kosta 100 milljónir en kostaði rúmar 300.

Að gefnu tilefni er þessi rúmlega tveggja vikna frétt rifjuð upp.

„Má hér nefna kostnað við breytingar í Ráðhúsi nú 110 milljónir en voru áætlaðar 80 milljónir,“ segir í bókun minnihlutans í borgarráði. Þar er í raun bent á hversu illa er staðið að kostnaðaráætlunum.

„Þá var endurgerð braggans í Nauthólsvík áætluð 158 milljónir en er nú 400 milljónir. Hér er um gríðarlega framúrkeyrslu að ræða sem er nálægt ígildi eins nýs leikskóla. Í upphaflegri áætlun frá árinu 2016 var gert ráð fyrir því að kostnaðurinn við að endurhanna Hlemm væri 99,8 milljónir kr. en heildarkostnaðurinn fór yfir 308 milljónir króna,“ segir þar ennfremur.

„Nú á að ráðstafa 25 m.kr. að auki til að unnt sé að ljúka endurbótum og lagfæringum á loftræstikerfi Hlemmi – mathöll.

Og svo þetta : „Eins er lýst furðu yfir hvað verkefnið „Viti og útsýnispallur við Sæbraut“ hefur farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir einnig í bókun minnihlutans. Talað var um í aðdraganda verkefnisins og í nýliðnum sveitastjórnarkosningum að það myndi kosta 75 milljónir fullklárað og sú upphæð yrði að mestu greidd af Faxaflóahöfnum. Varpa verður ljósi á það hvað er rétt í þessum efnum og óskað er eftir gögnum frá Faxaflóahöfnum hver þeirra þáttur er í verkefninu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: