- Advertisement -

Neyðin, Katrín og kolefnisjöfnun

Fréttir Stöðvar 2 í gærkvöld byrjuðu á hreint hrikalegu ástandi neyðarmóttöku Landspítalans.
„Ég hef miklar áhyggjur af vetrinum. Ég tel stórslys í aðsigi. Það er fyrirsjáanlegt að þetta getur ekki farið vel. Það er full ástæða til að vara við því,“ segir Már Kristjánsson yfirlæknir í nýjasta Læknablaðinu.
Þetta var upptaktur fréttarinnar. Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðamóttökunnar, tók undir þetta. Það stefnir í meiriháttar katastrófu. Ekki síst þegar flensan bætist við.

Í næstu frétt var viðtal við forsætisráðherrann um kolefnisjöfnuð ferðalaga hennar og samstarfsfólks og eitthvað svoleiðis. Ekki eitt orð um neyðarástand á einu neyðarmóttöku þjóðarinnar. Dæmigert.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: