- Advertisement -

Nú að fella burt umsamdar launahækkanir

Gunnar Smári skrifar:

Nú eru allir armar áróðursmaskínu auðvaldsins komnir með eitt markmið, að fella burtu umsamdar launahækkanir sem taka eiga gildi um áramótin. Það er dælt út samanburði sem á að sýna að laun á Íslandi séu óeðlilega há, kenning sem venjulegt launafólk áttar sig strax á að er firra, en kann að virka þar sem fólkið sem áróðursmaskínan er að ávarpa er með miklu hærri laun en almenningur.En þetta er ekki eina markmiðið. Hitt er að berja niður verkalýðshreyfinguna og takmarka völd hennar. Í þessari frétt segir: „Anna Hrefna seg­ir að í lönd­um þar sem þátt­taka í stétt­ar­fé­lög­um sé mun minni en hér megi sjá áhrif kór­ónukrepp­unn­ar end­ur­spegl­ast bet­ur í raun­tíma í mis­mun­andi at­vinnu­grein­um.“

Hugmyndir SA & co, hagsmunagæslu hinna allra auðugustu og valdamestu, er að takmarka verkfallsheimildir og leysa verkalýðsfélögin upp með því að draga úr sjálfkrafa aðild launafólks. Þau vilja komast þangað sem Bandaríkin og slík lönd eru; í alræði auðvaldsins án skipulagðrar andstöðu alþýðunnar. Og samanburðurinn áróðursmaskínunnar er valkvæður. Aðeins rætt um launahækkanir en ekki hækkanir á verðlagi, hlut húsnæðiskostnaðar og annarra lífsnauðsynja og ekkert um hlut launa af landsframleiðslu. Magnað að fjölmiðlar skuli yfir höfuð fleyta þessum áróðri áfram. En þó ekki, miðlarnir eru hluti af maskínunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: