- Advertisement -

„Nú mega viðsemjendur okkar fara að vara sig“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hætti við framboð til varaforseta ASÍ, segir í Mogganum að loknu þingi ASÍ:

„Ég tel mikilvægt að á vettvangi ASÍ komi fleiri raddir að borðinu. Við erum í orðræðustríði, ekki bara við okkar viðsemjendur, heldur líka lobbíista ákveðinna stétta og hagsmunaafla. Okkur veitir ekki af liðsauka í að svara þeirri orðræðu.“

Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að rödd VR heyrist ekki þótt hann sé ekki í forystusveit ASÍ. „Ég er gríðarlega stoltur af hreyfingunni í dag. Hún tók ákallinu um breytingar með kjörinu á þessari forystu.“ Ragnar Þór segir að þungu fargi sé af sér létt.

„Ég held að allt launafólk og allir félagsmenn stéttarfélaga geti andað léttar og verið bjartsýnir. Samningsstaða okkar hefur styrkst alveg gríðarlega með því að forystan er að fara óklofin til leiks. Nú mega viðsemjendur okkar fara að vara sig.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: