- Advertisement -

Nýr sáttasemjari ekki auðfundinn?

Ólína Þorvarðardóttir skrifaði:

Efling þarf ekki að afhenda félagaskrá sína. Nú liggur það fyrir. Einhverjum kann að þykja það skrýtið þegar ríkissáttasemjari hefur ötvíræðan rétt til að leggja fram miðlunartillögu. En um þann rétt sáttasemjara er ekki deilt. Deilan snýst um það hvort a) stéttarfélagi sé skylt að afhenda félagaskrá (nú liggur fyrir að svo er ekki), og b) hvort þessi tiltekna miðlunartillaga sem lögð hefur verið fram standist lög, þ.e. hvort hún uppfylli skilyrði laga um samráð við deiluaðila og miðlun mála. Úr því verður skorið innan tíðar.

Í millitíðinni þarf að finna sáttasemjara sem báðir deiluaðilar geta sætt sig við, nú þegar Aðalsteinn Leifsson hefur vikið sæti. Það gæti orðið þrautin þyngri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: