- Advertisement -

Nýttu sér tímabundna neyð Íslendinga

Hannes Hómsteinn Gissurarson hefur fjallað um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Hér er lokakafli greinar hans um þetta. Greinina í heild má lesa hér.

Setjum svo að lokum rökræðunnar vegna, að opinberir aðilar í Noregi og Finnlandi, seðlabanki, fjármálaeftirlit og tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, hafi ekki haft nein óeðlileghagsmunatengsl við kaupendur eigna Glitnis í þessum löndum. Ákvarðanir þeirra hafi ef til vill verið misráðnar, en teknar í góðri trú. Geta hinir norsku og finnsku kaupendur þá ekki sagt eins og kaupmaðurinn forðum frá Alexandríu, að þeir hafi aðeins tekið besta tilboðinu eins og vera ber íviðskiptum? Þegar nánar er að gáð, er svo ekki. Kaupendurnir komu ekki frá útlöndum með vöru, sem sár þörf var fyrir. Þeir voru miklu frekar eins og þeir ættu eina vatnsbólið, sem ekki hafði þornað upp í eyðimerkurvininni. Skyndileg og sár lausafjárþurrð var á Norðurlöndum eins og annars staðar íheiminum. Kaupendurnir notuðu aðstöðu sína, aðgang sinn að lausafé, til þess að kaupa óvenjuláguverði vatnsból, sem þeir vissu, að hafði þornað upp um stundarsakir, en myndi brátt gefa af sér gnótt vatns. Þeir nýttu sér tímabundna neyð viðskiptavinar síns, gamals granna. Þeir kúguðu í raun eiganda vatnsbólsins, Glitni á Íslandi, til að selja sér það á verði, sem var langt frá því að vera sanngjarnt, einsog sést best á því, að Glitnir Bank ASA hækkaði í verði úr 300 milljónum norskra króna í tvo milljarða á þremur mánuðum, Glitnir Securities úr 50 milljónum norskra króna í 100 milljónir á einni viku og Glitnir Pankki Oy úr  €3.000 í €49 milljónir á einu ári og í €200 milljónir á innan við fimm árum.“

Svo er annað, og það er það, að mestar líkur eru á, hversu góð eða vond samantekt Hannesar Hólmsteins verður, að hún muni alltaf verða skoðuð með fyrirvara vegna höfundar, hann var í bankaráði Seðlabankans, er góðvinur Davíðs Oddssonar, sem óneitanlega tengist bankahruninu, sem stjórnmálamaður og seðlabankastjóri, Hannes Hólmsteinn var eflaust áhrifamikill um stefnu Sjálfstæðisflokksins á árunum fyrir hrun og kannski er hægt að týna fleira til.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: