- Advertisement -

Ólíkindalæti

Gasp­ur leiðara­höf­unda og leiðtoga at­vinnu­rek­enda um annað er ólík­inda­læti.

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Að vinna gegn glóru­lausri mis­skipt­ingu auðs er eitt stærsta verk­efni okk­ar tíma. Nýj­ar töl­ur Hag­stof­unn­ar um að 10% rík­ustu Íslend­ing­anna eigi 56% af hrein­um eign­um lands­manna eru blaut tuska í and­lit verka­fólks en staðfesta aug­ljóst vanda­mál. Það er hlut­verk verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar að vera í far­ar­broddi í bar­átt­unni gegn mis­skipt­ingu og nota kjara­samn­inga­gerð til þess.

Ný launa­töl­fræði staðfest­ir að krónu­tölu­hækk­an­ir í samn­ing­um Efl­ing­ar síðan 2019 hafa bætt kjör hinna lægst launuðu hlut­falls­lega meira en hinna tekju­hærri. Nú­gild­andi kjara­samn­ing­ur á al­menn­um vinnu­markaði, sem var und­ir­ritaður að af­lok­inni verk­falls­bar­áttu hundraða Efl­ing­ar­fé­laga, hef­ur einnig stuðlað að aukn­um jöfnuði. Leiðrétt­ing­in sem Efl­ing­ar­fé­lag­ar hjá Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lög­um knúðu þar að auki fram með hetju­legri verk­falls­bar­áttu vorið 2020 styður sama mark­mið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í ljósi kór­ónu­veirukrepp­unn­ar er enn mik­il­væg­ara en áður að auka hlut lág­launa­fólks í heild­ar­tekj­um. All­ir sem til þekkja, jafn­vel íhalds­sam­ir hag­fræðing­ar, eru sam­mála um að leiðin út úr nú­ver­andi kreppu er í gegn­um kaup­mátt al­menn­ings sem viðheld­ur inn­lendri eft­ir­spurn. Lág­launa­fólk er mun lík­legra en aðrir til að verja viðbót­ar­krón­um sín­um í lífs­nauðsyn­leg­ar vör­ur og þjón­ustu í nær­hag­kerf­inu, frem­ur en lúx­us­ferðir, sparnað eða fit­un af­l­ands­reikn­inga í fjar­læg­um lönd­um. Þess vegna er það góð og skyn­söm hag­fræði að veita lág­launa­fólki viðbót­ar­krón­ur til að spila úr.

Einnig er góð og skyn­söm hag­fræði að ís­lenska ríkið, sem býr við fá­dæma góða skulda­stöðu, beiti sér til að viðhalda eft­ir­spurn í gegn­um at­vinnu­stefnu í þágu launa­fólks. Mikið af op­in­beru fé hef­ur þegar runnið til stór­fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu en ganga þarf lengra til að tryggja að op­in­bert fé hald­ist í hag­kerf­inu og skili sér til al­menn­ings.

Ríkið hef­ur enn mikið svig­rúm til að hækka at­vinnu­leys­is­bæt­ur og skapa störf á boðleg­um kjör­um fyr­ir at­vinnu­laust fólk.

Íslensk­ir at­vinnu­rek­end­ur lögðu mikla áherslu á lang­an kjara­samn­ing í samn­ingalot­unni vorið 2019 og höfnuðu al­farið til­lögu um styttri samn­ings­tíma.

Þeim varð að ósk sinni. Lang­ur samn­ings­tími kem­ur til góða í nú­ver­andi ástandi. Samn­ing­ur­inn veit­ir heim­il­um verka- og lág­launa­fólks von í erfiðum aðstæðum og hag­kerf­inu öllu dýr­mæta örvun. Launa­hækk­an­ir nú­gild­andi kjara­samn­inga verða aldrei snert­ar. Gasp­ur leiðara­höf­unda og leiðtoga at­vinnu­rek­enda um annað er ólík­inda­læti.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: