- Advertisement -

Orð ráðherrans eru algörlega óboðleg

Helga Vala skrifar:

Ég skil bara alls ekki hvernig félagsmálaráðherra dettur í hug að tjá sig með þessum hætti. Er maðurinn í alvöru að ýja að því að fólk leiki sér að því að vera atvinnulaust? Það eru 60 þúsund manns á atvinnuleysisskrá sem vildi frekar vera í fullri vinnu og þessi orð ráðherra vinnumála eru algjörlega óboðleg. Auðvitað vilja námsmenn vinna – það er bara ekki vinnu að fá fyrir allan þennan hóp! Svona einfalt er það en ríkisstjórnin virðist föst í einhverri sýndarmennsku að telja alla háskóla- og framhaldsskólanema geta fengið sumarstörf hjá ríki og sveitarfélögum eins og ekkert sé. Námsmenn hafa ekki allir í djúpa vasa foreldra sinna að sækja. Námsmenn hafa margir hverjir fyrir fjölskyldum að sjá og það er skömm að því að láta eins og þau leiki sér að því að fara á atvinnuleysisbætur til að geta skotið þaki yfir börn sín og gefið þeim að borða í sumar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: