- Advertisement -

Ráðherrann sem drap byggingarannsóknir

Engar rannsóknir:

„…var komin á fullt í rannsóknum á myglu en sú rannsóknavinna fellur nú niður.“

„Nýlega ákvað ríkisstjórnin að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands, stofnun sem hafði lyft grettistaki í að hjálpa frumkvöðlum eftir síðasta hrun og veitt örfyrirtækjum mikilvæga fæðingarhjálp og skjól. Ekki er ólíklegt, að mati höfundar, að ýmis samtök og fyrirtæki, sem sáu ofsjónum yfir framlagi ríkisins til stofnunarinnar, hafi veitt ráðherra aðstoð við þessa ákvörðun,“ skrifaði Ríkharður Kristjánsson og birti á Vísi.

„Aldrei hefur hins vegar verið eins mikil þörf á aðstoð við nýsköpun og einmitt nú,“ skrifar Ríkharður.

Seinna í greininni skrifar Ríkharður: „Og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sem hafði verið sameinuð Nýsköpunarmiðstöð Íslands fylgdi með í niðurskurðinum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Næst kemur þetta: „Rb var sameinuð Iðntæknistofnun Íslands og breytt í Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ). Þar koðnaði Rb niður úti í horni því áhugi stjórnenda beindist meir að nýsköpuninni sem var ótrúlega fersk og spennandi og skilaði hratt breytingum og árangri. Meir og meir hurfu lykilmenn byggingarrannsókna á braut.“

Ljóst er að aðför Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur er óskiljanleg. Byggð á geðþótta.

„Nýlega kom þó fram viðnám þegar Rb var endurreist sem deild innan NMÍ undir stjórn eins þekktasta vísindamanns í heimi á sviði steypuþróunar. Þessi þróunarvinna krefst tækjabúnaðar til prófana sem aðallega nýttist í sölu á íslensku hugviti. Smávægileg velta var einnig í útseldum prófunum á Íslandi en þessi velta óx síðan mjög í huga ýmissa í anda sögunnar um fjaðrirnar sem breyttust í hænur. Þessar ímynduðu hænur hafa væntanlega skipt máli í ákvörðun ráðherra. Þessi heimsfrægi vísindamaður á nú á hættu að missa rekstrargrundvöll sinna alþjóðlegu rannsókna vegna ímyndaðs hagnaðar og pólitísks rétttrúnaðar á sviði einkarekstur og þarf að flytja sig um set.“

Hér er síðasta tilvitnunin í greina en kannski sú veigamesta:

„Rb var komin á fullt í rannsóknum á myglu en sú rannsóknavinna fellur nú niður.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: