- Advertisement -

Ráðhúsið 1: Ónýtt malbik á velli ÍR

Hér er fyrsta raðfréttin úr Ráðhúsinu:

„Vegna mistaka þarf að malbika nýtt undirlag fyrir hlaupabraut við nýjan frjálsíþróttavöll ÍR í Mjódd þar sem rangt efni var notað við malbikun. Hver verður aukinn kostnaður borgarinnar við framkvæmdina vegna þessara mistaka og hversu lengi tefst að ljúka framkvæmdum þeirra vegna.“

Þannig spyrja Sjálfstæðismenn í borgarráði.

Þeir spyrja einnig:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í sumar var borið inn á heimili í Reykjavík póstur frá Reykjavíkurborg þar sem íbúum var gefin kostur á því að afþakka fjöldapóst. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði vilja vita hver kostnaður var við hönnun, prentun og dreifingu á þessum pósti. Hvar var þessi ákvörðun tekin að senda þennan póst?“

Þetta eru fínar spurningar. Fylgst verður með hver svörin verða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: