- Advertisement -

Ragnar Þór styður ekki Sverri Mar

Hefur fundað með Drífu Snædal um forsetakjörið í ASÍ. Segist geta hugsað sér að kjósa hana til forseta.

Sverrir Mar Albertsson hefur einn lýst yfir framboði til forseta ASÍ: Hann nýtur ekki stuðnings formanns VR. Ljósmynd: Austurfrétt.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í útvarpsþættinum Annað Ísland á útvarpi Sögu síðdegis í dag, að hann muni ekki styðja Sverri Mar Albertsson, framkvæmdastjóra Afls, starfsgreinafélags á Austurlandi, til embættis forseta Alþýðusambands Íslands.

Ragnar Þór sagði þar að Sverrir tilheyri þeim hópi sem hann berst gegn og því komi ekki til greina að kjósa hann. Sverrir hefur verið dyggur stuðningsmaður Gylfa Arnbjörnssonar fráfarandi forseta ASÍ. Sverrir hefur einn lýst yfir framboði.

Aðspurður sagðist Ragnar Þór hafa fundað með Drífu Snædal um framboð hennar til forseta. Ragnar Þór sagði þau þurfa að tala betur saman en sagðist jafnframt geta séð fyrir sér að hann veiti henni stuðning sinn.

Þegar hann var spurður hvort hann sjálfur hafi hugleitt framboð til forseta ASÍ sagði hann svo ekki vera og sagði ákveðinn að hann muni ekki gefa kost á sér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: