- Advertisement -

Skýrendur reyna að gera lítið úr Sönnu

Heldur fólk virkilega að fylgi sem þetta geti orðið til án þess að félagahreyfing hafi verið að störfum? Heldur fólk virkilega að fylgi sem þetta geti orðið til án þess að félagahreyfing hafi verið að störfum? Þetta mun leggja svipað álag á Sönnu og lagt var á Sólveigu Önnu fyrir tveimur mánuðum.

Sósíalistaflokkurinn kom mörgum á óvart í borgarstjórnarkosningunum. Til er fólk sem telur að óþverra spurning Einar Þorsteinssonar, á Rúv, og tilraun hans til að slá Sönnu Magalenu Mörtudóttur út af laginu og svo gott svar hennar hafi ráðið miklu um árangurinn í kosningunum.

Ekki eru allir þeirrar skoðunar. Pétur Tyrfingsins skrifar þetta:

„Þykir engum neitt athugavert við þetta bull að ein ófyrirleitin spurning í sjónvarpssal og eitt ágætt svar sé skýringin á ótrúlegu fylgi Sósíalistaflokksins? Heldur fólk virkilega að fylgi sem þetta geti orðið til án þess að félagahreyfing hafi verið að störfum? Eða án þess að frambjóðendur hafi eitthvað að segja?

Ég hef enga trú á að samúð með frambjóðanda vegna ófyrirleitni spyrjanda leiði til þess að sá fyrrnefndi fái atkvæði. Frambjóðandinn svaraði fyrir sig ágætlega – ég er ekki viss um að sú frammistaða og ótvíræður „kjörþokki“ búi til mjög mörg atkvæði á síðustu stundu. Ef til vill fáein þar sem fólk sem var tvístígandi og gat þegar hugsað sér að kjósa Sósíalista lét verða af því.

Þessi skýring sem álitsgjarnir henda á loft gerir auðvitað lítið úr Sósíalistaflokknum og frambjóðendum hans. Hjálpar þeim að halda í þá skoðun sína sem þeir höfðu fyrir kosningar að þetta sé nú ekki alveg svona alvöru stjórnmálaflokkur….“

Hjálpaði hálvolgum

Andrés Magnússon Sjálfstæðsiflokki blandar sér í umræðuna: „Svörin hjá Sönnu sökuðu örugglega ekki, en innistæðan var að miklu leyti komin áður. En mig grunar að staðfesta hennar í sjónvarpssal hafi hjálpað ýmsum hálfvolgum að ákveða sig.“

Vantaði kannanir

Gunnar Smári Egilsson tekur þátt í umræðunni: „Ef ég má tala sem kosninganörd: Ég met það svo að það hafi skilað Sósíalistaflokknum um 0,5-1,5% að hann fékk athyglina um kvöldið og allan kjördaginn út á þetta (og auðvitað hefði það engu skilað ef ekki hefði verið einhver substance undir). Það vóg upp skort á könnunum í aðdraganda kosninganna sem við höfðum reiknað með að myndi sýna vaxandi og fylgi og hjálpa kjósendum að stíga fram. En byrinn var augljóslega með okkur. Við getum allt eins sagt að ef kosið hefði verið 3 dögum seinna hefðum við fengið sömu niðurstöðu án Einars þátts Þorsteinssonar.“

Tala sigur okkar niður

Gunnar Smári skrifar áfram: „Ef ég má tala sem sósíalisti: Það er allt gert til að tala sigur okkar niður eða einangra hann frá vaxandi hreyfingu alþýðufólks sem er að brjóta af sér hlekkina. Það er gert með því að eigna öllu öðru sigurinn en hreyfingunni sjálfri. Þetta mun leggja svipað álag á Sönnu og lagt var á Sólveigu Önnu fyrir tveimur mánuðum, í stað þess að fjalla um þær sem forystukonur í vaxandi hreyfingu reyna fjölmiðlar og álitsgjafar að gera úr þeim popúlíska leiðtoga, sem ætli fyrir eigin styrk (en ekki hreyfingarinnar) að færa alþýðunni réttlæti.“

Að hinni borgaralegu hugsun

Og að endingu skrifar Gunnar Smári: „Ég tók eftir því á föstudagskvöldið eða laugardaginn að þú hittir naglann í höfuðið Pétur þegar þú bentir á að spurning Einars var sett fram út frá stéttarlegum ástæðum, vegna andstöðu hans við sósíalíska upprisu fjöldans en ekki vegna andúðar hans á konum (sem má vel vera að hrjái blessaðan manninn ofan á allt annað). En umræðan er bara ekki þar, hún kann ekki annað en skilgreina þetta á þann máta sem fellur að hinni borgaralegu hugsun. Við erum komin frekar stutt í byltingunni, það sést á umræðunni. Við erum áhugamannalið að spila á frekar fjandsamlegum heimavelli auðugs stórveldis. En við munum sigra.“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: