- Advertisement -

Ríkið tók yfir fimm milljarða skuld Bændasamtakanna

Ríkið létti fimm milljörðum af Bændasamtökunum

„Samningurinn fól í sér að ríkissjóður tók yfir ábyrgð á þeim lífeyrisskuldbindingum frá 31. desember 2018 og þar með færist ábyrgð á greiðslu lífeyrishækkana eftir að taka lífeyris er hafin frá launagreiðendum (Bændasamtökunum o.fl.) til ríkissjóðs. Samningurinn var gerður í samræmi við ákvæði í 6. gr. fjárlaga ársins 2018 og með fyrirvara um fjárheimild í fjáraukalögum ársins 2018,“ segir meðal annars í svari Bjarna Benediktssonar við spurningum frá Þorsteini Víglundssyni.

Í svari Bjarna segir enn fremur: „Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt sem unnin var 12. september 2018 var áfallin tryggingafræðileg staða þeirra skuldbindinga sem ríkissjóður tók yfir áætluð liðlega 4,8 milljarðar kr. Þessar skuldbindingar koma til greiðslu á næstu áratugum en ekki liggur fyrir hversu stór hluti þeirra kemur til greiðslu innan gildistíma búvörusamninga.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: