- Advertisement -

Ríkir eru ríkinu dýrari

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Bresk rannsókn sýndi að lífslíkur karla sem sem gegna störfum stjórnenda og embættismanna væri um 82,5 ár en karla sem vinna ófaglærð verkamannastörf um 76,6 ár. Ef hið sama á við á Íslandi þá fengi hver stjórnandi um 12,5 ár á eftirlaunum eftir að eftirlaunaaldurinn hefur verið hækkaður í 70 ár en hver verkamaður helmingi minna eða 6,6 ár.

Miðað við grunnlífeyri frá TR upp á um 240 þús. kr. á mánuði jafngildir þessi munur um 17 m.kr. Til að jafna þetta er hægt að gera tvennt. Annars vegar að greiða verkafólki 17 m.kr. við starfslok og hins vegar að hækka eftirlaunaaldur stjórnenda í 70 ár en lækka eftirlaunaaldur verkafólks niður í 64 ár. En fyrst þyrftum við náttúrlega að láta Hagstofuna vinna stéttagreinanlegar upplýsingar um heilsu og lífskjör.

Það er forsenda þess að við getum talað af viti um samfélagsmál.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: