- Advertisement -

Rík­is­stjórn­in held­ur að lausn­in sé stríð

Fyrst glataði ráðherra rúm­lega 25 millj­örðum af verðmæt­inu í vasa fjár­festa og svo tókst hon­um að selja hlut af bank­an­um til föður síns. Frá­bær mála­miðlun fyr­ir for­sæt­is­ráðherra­stól.

Björn Leví Gunnarsson skrifar ágæta gein í Mogga dagsins. Hér er mesti hlutur hennar:

Stjórn­ar­liðar þreyt­ast ekki á því að draga upp úr hatt­in­um mál sem þeim finnst lýsa lukku­legu hjóna­bandi flokk­anna sem nú mynda rík­is­stjórn. Flest mál fóru hins veg­ar í gegn­um þingið með stuðningi minni­hluta. Það seg­ir okk­ur að þau mál hefðu hvort eð er farið í gegn­um þingið þó rík­is­stjórn­in væri öðru­vísi skipuð. Við þurf­um að skoða öll hin mál­in til þess að skilja bet­ur um hvað þetta stjórn­ar­sam­starf snýst, sem var ómögu­legt að gera með nokkr­um öðrum hætti.

Aug­ljós­asta dæmið er að fjár­málaráðherra fékk að selja banka, þrátt fyr­ir all­ar vís­bend­ing­ar um að það væri al­ger­lega óboðleg mála­miðlun. Ekki af því að ríkið þarf nauðsyn­lega að eiga tvo banka held­ur af því að það var fyr­ir­sjá­an­legt að eitt­hvað færi úr­skeiðis. Fyrst glataði ráðherra rúm­lega 25 millj­örðum af verðmæt­inu í vasa fjár­festa og svo tókst hon­um að selja hlut af bank­an­um til föður síns. Frá­bær mála­miðlun fyr­ir for­sæt­is­ráðherra­stól.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stríð gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi er stríð gegn fólki.

Nú horf­um við upp á stríðsyf­ir­lýs­ing­ar gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi. Þessi frasi, eins og sá um mála­miðlan­irn­ar sem við verðum víst öll að gera, hljóm­ar eins og eitt­hvað sem sé eðli­legt að gera. Skipu­lögð glæp­a­starf­semi er slæm, við verðum að berj­ast gegn henni. En stríð er líka slæmt og við verðum að koma í veg fyr­ir það með öll­um ráðum.

Stríð gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi er stríð gegn fólki sem flest er fórn­ar­lömb ómann­eskju­legs kerf­is sem hafn­ar þeim á einn eða ann­an hátt. Fólk sem flosn­ar upp úr skóla af því að það pass­ar ekki inn í kass­ann. Fólk sem býr við erfiðar heim­ilisaðstæður af því að fé­lags­lega kerfið set­ur fólk í fá­tækt­ar­gildru. Geðsjúk­ir sem fá enga lækn­ingu.

En rík­is­stjórn­in held­ur að lausn­in sé stríð. Það virðist vera hægt að miðla mál­um um ým­is­legt – eins og að það sé allt í góðu að selja pabba sín­um smá banka – en það má ekki mæta fólki sem er hjálp­ar þurfi með öðru en of­beldi. Þá eru góðar mála­miðlan­ir skyndi­lega orðnar of dýr­keypt­ar fyr­ir stjórn­ar­liða.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: