- Advertisement -

RVK: Börnin og barnabörnin sett í pant

Félagsbústaðir skulda um 50 milljarða.

„Skuldsetning Félagsbústaða er komin í 49 milljarða króna og er stór hluti þeirra með ábyrgð Reykjavíkurborgar sjálfrar með veði í skatttekjum framtíðarinnar. Hér á þessum fundi er borgin að samþykkja ábyrgð á 2.041 milljónum króna á nýjum lánum Félagsbústaða og auka þannig skuldsetningu og áhættu borgarinnar,“ bóka sjálfstæðismenn í borgarstjórn.

„Enn er verið að taka veð í framtíðarútsvarstekjum Reykvíkinga á grunni einfaldrar ábyrgðar Reykjavíkur á Félagsbústöðum. Enn er verið að skuldsetja framtíðarkynslóðir Reykjavíkur. Enn er verið að leggja börnin okkar og barnabörnin í pant til að fjármálasukkið í Reykjavík geti haldið áfram óáreitt. Lýst er yfir algjörri falleinkunn á borgarstjóra og meirihlutann í Reykjavík þegar kemur að fjármálastjórn borgarinnar. Skuldir Félagsbústaða losa nú 50 milljarða og það tal um að eignir séu á móti skuldunum er marklaust því ekki stendur til að selja eignasafn Félagsbústaða,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir.

Meirihlutinn bókaði: Samhengi þess að Félagsbústaðir taki lán er að Félagsbústaðir kaupa og reka félagslegar íbúðir fyrir fólk sem er undir ákveðnum tekjuviðmiðum. Þá eru kaup Félagsbústaða á íbúðum samkvæmt samþykktri húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: