- Advertisement -

„Sameiginlegur skilningur er á undanhaldi“

„…öflugur ríkisfjölmiðill er nauðsynlegur…“

„Við lifum á tímum þar sem sameiginlegur skilningur er á undanhaldi. Stjórnmálamenn, hvar í löndum sem þeir eru, skirrast ekki við að halda fram sínum sannleika, sínum staðreyndum. Upp og niður, austur og vestur, við erum ekki lengur sammála um hvað það er,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstri grænum, á Alþingi í gær.

„Á slíkum tímum er öflugir fjölmiðlar mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Það hefur sýnt sig í þeim heimsfaraldri sem nú hefur skekið heimsbyggðina um nokkurra missera skeið hve öflugur ríkisfjölmiðill er nauðsynlegur lýðræðislegri umræðu á Íslandi, upplýsingagjöf og því að koma á framfæri því sem við þurfum öll að vita.“

Kolbeinn hélt áfram: „Staða RÚV er, eins og staða annarra fjölmiðla, erfið. Við erum hér með sérstakt mál í gangi um stuðning fyrir einkarekna fjölmiðla. RÚV hefur eins og aðrir fjölmiðlar þurft að búa við að tekjur hafa dregist saman vegna minnkandi auglýsingasölu. Í ofanálag hefur RÚV líka þurft að búa við það að tekjur vegna útvarpsgjalds hafa dregist saman, færri greiða útvarpsgjaldið en gert hafa. Þetta eru fjárhæðir sem skipta rekstur Ríkisútvarpsins gríðarlega miklu máli og þar með talið okkur öll.“

Framsetning Kolbeins er fullkomlega þvert á vilja margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, samstarfsflokks Vinstri grænna.

„Ríkisútvarpið er að miklu leyti vagga okkar menningar og upplýsingaflæðis sem við þurfum. Ég er þeirrar skoðunar, forseti, að bæta þurfi RÚV upp að fullu minnkandi útvarpsgjald. Til að við getum haldið rekstrinum áfram þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið bætt að fullu,“ sagði Kolbeinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: