- Advertisement -

Segir stjórnarandstöðuna brögðótta

Þessi innköllun varamanna af okkar hálfu er einfaldlega viðbrögð við því fundarskapatrixi sem stjórnarandstaðan beitti hér í gær.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki par ánægður með stjórnarandstöðuna á Alþingi í gær og talar um „pörun“ þingmanna:

„Ég gerði grein fyrir því á fundi þingflokksformanna í morgun að við og Framsókn tækjum inn tvo varamenn í stað þingmanna sem eru erlendis alla vikuna umfram það sem við höfðum áformað. Ég verð að geta þess að það á sér þá skýringu að í gær reyndi stjórnarandstaðan, og tókst, að hindra atkvæðagreiðslu með fjarvist úr þingsal. Við þær aðstæður að stjórnarandstaðan beiti slíkum brögðum verður stjórnarmeirihlutinn að vera fullmannaður. Þessi innköllun varamanna af okkar hálfu er einfaldlega viðbrögð við því fundarskapatrixi sem stjórnarandstaðan beitti hér í gær.

Þetta liggur alveg skýrt fyrir og við þurfum ekkert að vera í sárindum eða leiðindum út af því. Það liggur fyrir að ef stjórnarandstaðan mætir ekki til þingstarfa og mætir ekki í atkvæðagreiðslur verður stjórnarmeirihlutinn að vera fullmannaður.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: