- Advertisement -

Segir Svandísi hóta starfsfólki Landspítala

Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, skrifaði:

Mér finnst mjög alvarlegt mál að heilbrigðisráðherra segi það „áskorun að standa með Landspítala“ þegar starfsfólk spítalans, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir lýsa raunveruleikanum innan spítalans. Mér finnst mjög alvarlegt að heilbrigðisráðherra með þessum orðum sínum láti eins og þjóðarsjúkrahúsið sé eitthvað gæluverkefni lækna? Ástandinu hefur verið lýst sem hættuástandi og starfsfólkið sinnir störfum sínum langt umfram bestu getu að mínu mati. Það að hún leyfi sér að hóta starfsfólkinu með þessum hætti veldur mér gríðarlegum vonbrigðum og ég óttast það að ríkisstjórnin ætli sér ekki að bregðast við því neyðarástandi sem er þarna.
„Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu,“ var sagt í mín eyru af starfsmanni spítalans í morgun. Ég trúi þeim, enda hef ég orðið vitni að þessu af eigin raun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: