- Advertisement -

Setjum mannréttindi hinsegin fólks í forgrunn

Í morgun lagði ég fram á ríkisstjórnarfundi aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Þetta er í fyrsta sinn sem aðgerðaráætlun sem snýr eingöngu að málefnum hinsegin fólks er lögð fram og er henni ætlað að stuðla að réttarbótum og bættri stöðu hinsegin fólks hér á landi,” skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Með þessari aðgerðaáætlun um málefni hinsegin fólks setur Ísland mannréttindi hinsegin fólks í forgrunn. Við höfum náð góðum árangri síðustu ár eins og með nýjum lögum um kynrænt sjálfræði og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði þannig að þau nái einnig til jafnrar meðferðar óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Frumvarp er nú til meðferðar í þinginu sem leggur til að sömu breytur verði hafðar til hliðsjónar á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar.

En þó að margvíslegar réttarbætur hafi litið dagsins ljós á undanförnum árum er engu að síður margt enn óunnið og mun aðgerðaráætlunin stuðla að enn frekari framþróun í málaflokknum. Markmiðið er meðal annars að auka þekkingu og búa til farveg fyrir málefnalega umræðu um stöðu og réttindi hinsegin fólks með fræðslu og vitundarvakningu í samfélaginu, skrifar Katrín.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: