
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði:
Hér er hugmynd fyrir nýjan meirihluta í Reykjavík þegar farið verður að byggja ný hverfi eftir kosningar.
Í einu hverfinu mætti leita í Hringadrottinssögu og önnur rit Tolkiens eftir nafngiftum og umhverfislist. Tolkien var mikill áhugamaður um íslensku (fornnorrænu), Íslendingasögurnar og aðrar fornbókmenntir okkar. Nöfn og ýmis minni í sögum hans eru í mörgum tilvikum fengin úr íslenskum bókmenntum. Tolkien beitti sér m.a.s. fyrir því að kennsla í íslenskum fræðum yrði endurvakin i Oxford 1940, en rannsóknarstaðan var kennd við hinn fræga norrænufræðing Guðbrand Vigfússon sem starfaði lengi við Oxfordháskóla á seinni hluta 19. aldar.
Hringtorg hverfisins héti svo vitanlega Hringstorg.
Þetta myndi vekja athygli á Reykjavík og tengslum Tolkiens og verka hans við íslenska tungu og menningu.
Bretar munu hugsa sem svo: „Því höfum við ekki sýnt þessu mikla skáldi okkar slíka sæmd, en það gera nú Íslendingar hverra sögur veittu okkar manni slíkan innblástur, eða er hann þeirra ekki síður en okkar?”
Án efa hefðu margir ferðamenn áhuga á að líta við í hverfinu.
Þeir myndu fara í hinn fallega garð, Miðgarð og heilsa upp á styttuna af J.R.R. Tolkien. Að því búnu kæmu þeir líklega við í verslunar- og menningarmiðstöðinni Gimli.
Hverfið héti líklega Héraðshverfi og göturnar nefndar eftir hetjum sagnanna.
Þar væru Fróðagata og Sómagata, Glóinnsgata og Gullbrárgata, Aragornsvegur, Legolasarvegur, Boromírsstræti, Þjóansbraut og auðvitað Gandálfsstígur (nafn tekið úr Völuspá) að ógleymdum botnlanganum Baggabotni.
Með smá æfingu þætti íbúum í Galadríelargötu bara gaman að gefa upp heimilisfang, ekki hvað síst í útlöndum: „Galadriel Street, you know, like the queen of the elves from Lord of the Rings”.
Hringtorg hverfisins héti svo vitanlega Hringstorg.