- Advertisement -

Sigmundur og sundurlausi herinn

Björn Ingi Hrafnsson:
Sitja þessi atburðir enn í þér?

Fréttaskýring Sé það satt og rétt sem Sigmundur Davíð Gunnaugsson segir, og heldur fram, að hans helstu fjandvinir innan Framsóknarflokksins séu þau þrjú sem gegndu formennsku á undan honum, er víst að þau eru ekki með samantekin ráð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nafngreinir sérstaklega það fólk sem gegndi formennsku í Framsókn á undan honum; Jón Sigurðsson, Guðna Ágústsson og Valgerði Sverrisdóttur. Á skömmum tíma voru þau formenn flokksins, hvert á eftir öðru, eftir að Halldór Ásgrímsson lét af formennskunni. Milli þeirra þriggja er örugglega ekki sterk taug og sé hún einhver, eða hafi verið, er afar líklegt að nokkuð sé síðan svo var.

Milli Jóns Sigurðssonar og Guðna Ágústssonar er pólitísk gjá. Jón og Valgerður voru, og eflaust eru, áfram um að aðild að Evrópusambandinu, og verður seint og reyndar aldrei sagt að Guðni fylli þann hóp.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sé það rétt hjá Sigmundi Davíð að þetta fólk, einkum og sér í lagi, sem hafi lagt steina í götu hans, bendir fátt eða ekkert til þess að þau hafi haft með sér samráð um andstöðuna gegn honum.

Unnið skipulega gegn mér

Í viðtalinu við Björn Inga Hrafnsson, á ÍNN, sagði Sigmundur Davíð að fyrrverandi formennirnir þrír hafi, á síðasta flokksþingi, ekki tekið þátt í fundarstörfum, þau hafi bara komið til að kjósa. „Það var haldið skipulaga um þetta, 2007 hópurinn, sem vildi losna við mig.“

Sigmundur Davíð sagði að pólitískt starf sé oft fráhrindandi, þar tíðkist bakstungur. Hann ítrekaði enn og aftur að Sigurður Ingi Jóhannsson hafi marglofað að fara ekki gegn sér í formannskjöri. Sigmundur Davíð sagðist hafa verið grunlaus um mótframboðið, sérstaklega eftir að mistókst að fella hann sem oddvita í kjördæminu.

Gat tekið Bjarna með sér

Sigmundur Davíð sagði, í viðtalinu, algjöra fásinnu að þingflokkurinn hafi sett sig af sem forsætisráðherra. „Það er alrangt,“ sagði hann og bætti við að þingflokkur geti ekki tekið ákvörðun um slíkt. Hann sagði að aldrei hefði hvarflað að sér að láta þingflokkinn segja af sér. Ef svo væri, hefði ríkisstjórnin fallið með sér. Hann sagði einnig að hann hafi velt fyrir sér að draga Bjarna Benediktsson með sér í fallinu, en hætt við. Sagði að það hefði ekki verið heiðarlegt af sér.

Sitja þessi atburðir enn í honum, spurði Björn Ingi. Já, þeir gera það. Hann nefndi nokkra atburðir, sagðist hafa verið ítrekað blekktur, átt hafi verið við flokksskrána fyrir flokksþingið. Eins nefndi hann að hann væri ósáttur hvernig var farið gegn sér og fjölskyldu sinni. Ekki síður  vegna þess hvernig var farið með flokkinn á hundrað ára afmæli hans.

Sigmundur Davíð segist ekki vera að hætta í stjórnmálum. Þar á hann marga andstæðinga sem eflaust eru tilbúnari og skipulagðri en fýrrverandi formennirnir þrír.

Hvað sem verður, hann boðar átök á flokksþinginu í janúar.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: