- Advertisement -

Símastaurar tættust og klofnuðu að endilöngu

- sprengingar urðu i simatækjum og blossar stóðu af þeim. Tveir drengir fengu mikið rafmagnshögg úr síma.

Mikið þrumuveður  fór um sveitir Árnessýslu og olli sums staðar talsverðu tjóni. Rafmagns- og símasambandslaust var víða um daginn vegna þess að eldingar slitu línur, og er viðgerð á rafmagni og síma ekki alls staðar lokið.

Símalínur bráðnuðu

Eldingum laust niður í símalínur og bráðnuðu þær á köflum. Símastaurar klofnuðu að endilöngu eða tættust í spón, búpeningur skelfdist og æddi um, og á fjórum bæjum í Biskupstung m varð mikil sprenging í símatækjum.

Á einum bænum stóðu tveir drengir skammt frá símatækinu , og fengu þeir mikið rafmagnshögg . Allar leiðslur bráðnuðu í símatækjum þessara bæja og eru þau gjörónýt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Línurnar slitnar í hengla

Hárlaugur Ingvarsson, bóndi að Hlíðartúni í Biskupstungum sagði, en þar í nágrenninu mun þrumuveðrið hafa verið hvað mest, að sex símastaurar hefðu eyðilagzt milli Hlíðartúns og bæjarins Stekkholts og hefur Stekkholt síðan verið símasambandslaust, svo og bærinn Dalsmynni.

„Ég fór í dag og leit á aímastaurana, sem eyðilögðust,“ sagði Harlaugur. „Sá næsti er aðeins 600 metra frá bænum. Allir eru staurarnir klofnir eða tættir og spýtnabrak allt umhverfis þá. Einn staurinn er klofinn að endilöngu, frá toppi og niður úr, annar þverkubbaður rétt fyrir neðan einangrunarkúlurnar, en hinir allir spændir upp og tættir. Línurnar eru slitnar í hengla.“

Eldblossar úr símtækjnum

Hárlaugur sagði að veðrið hefði gengið hjá um 11 leytið um morguninn. Miklir eldingarblossar hefðu sézt, og þórdunur fylgt. Hárlaugur sagði að skyndilega hefði orðið mikil sprenging í símatækinu að Hlíðartúni, og sömu sögu hefði verið að segja á bæjunum Dalsmynni, Austurhíð og Stekkholti.

Eldblossi hefði staðið út úr tækjunum. „Ég hefi aldrei heyrt annan eins hvell,“ sagði Hárlaugur og bætti því við, að tveir drengir hefðu staðið skammt frá símtækinu í Austurhlíð, og hefðu þeir orðið fyrir miklu rafmagnshöggi, sem komið hefði úr símtækinu.

Hross stukku um öll tún

Að Austurhlíð býr bróðir Hárlaugs, Kristinn Ingvarsson. Hárlaugur sagði að sámamenn hefðu komið í fyrradag og sett upp nýtt símtæki að Hlíðartúni. Sögðu símamenn, að allir þræðir í símtækinu hefðu bráðnað, og má nærri geta hversu farið hefði ef ein hver hefði verið að tala í símann er þetta gerðist.

Hárlaugur sagði að skepnur hefðu orðið mjög óttaslegnar í veðrinu. Hross stukku um allt tún, en sauðfé var flest inni. Bæjarhundurinn lagði niður skottið, skreiddist inn í stofu og var hræddur.

Í Austurhlíð er heimilisrafstöð. Þar brá svo við að öll öryggi í stöðinni sprungu svo gjörsamlega að ekkert er eftir af þeim. Allar ljósaperur á bænum sprungu utan tvær eða þrjár. Rarfmagnslaust er enn í Austurhlíð þar sem ekki hefur tekizt að gera við stöðina.

Aldrei heyrt aðrar eins skruggur

Hárlaugur sagði að von væri símamanna næstu daga til þess að gera við símalínuna, þar sem hún varð verst úti. Hann bætti þvi við að lokum að þetta hefði verið mesta þrumuveður, sem hann myndi eftir, og aldrei fyrr hefði hann heyrt neitt senn jafnaðist við skruggurnar.

Í símstöðinni í Aratungu stóðu eldglæringar úr skiptiborði Landssímans og takkar losnuðu, en ekki varð skiptiborðið fyrir alvarlegum skemmdum. Ólafur Ögmundsson, bónda að Hjátaiholti í Hraungerðishreppi, sagði þrumuveðrið hafa hafi verið sérstaklega mikið, en nóg til þess að síminn bilaði og rafmagnslaust varð um hríð. Tvær eldingar sagði hann hafa verið mjög nærri bænum, og hefði allt skolfið og nötrað undan þrumunum. Hefðu þær komið að heita um leið og eldingaleiftrin, svo nærri hefðu eldingarnar verið. Fénaður varð dauðhrædur, sauðfé kom þjótandi heim að bæ og hross voru á hlaupum í haga.

Gerðist í janúar 1964.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: