- Advertisement -

Sitthvað er Justin Trudeau og Katrín Jakobsdóttir

Gunnar Smári skrifar:

Justin Trudeau sendir skilaboð um efnahagsaðgerðir sem eru líkari kröfum Sósíalistaflokksins, en því sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir hefur boðið upp á. Ekki það að Trudeau sé á svipaðri línu og Sósíalistaflokkurinn, hann fyllir þann flokk sem kallar sig frjálslynt miðjufólk. En hann áttar sig á því, öfugt við íslenskt elítustjórnmálafólk og pólitíkusa sem ganga erinda auðvaldsins, að það er samfélagið sjálft, samfélag fólks, sem skiptir mestu og þarf að verja.

Ef það á að hjálpa fyrirtækjum er það vegna þess að það hjálpar fólki, en mikilvægast er að tryggja fólki öryggi, afkomu og vissu fyrir að ríkisvaldið muni bregðast við kreppunni með hagsmuni almennings í huga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: