- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki umhverfisverndarflokkur

Gunnar Smári skrifar:

Þetta gerir flokkurinn til að breiða yfir að góða fólkið í Sjálfstæðisflokknum rekur afleita stjórnmálastefnu sem flytur völd, auðlindir og fé frá hinum mörgu til hinna fáu.

Þegar líður að kosningum byrjar Sjálfstæðisflokkurinn að hamra á að það sé gott fólk í öllum flokkum sem allt vilji vel. Þetta gerir flokkurinn til að breiða yfir að góða fólkið í Sjálfstæðisflokknum rekur afleita stjórnmálastefnu sem flytur völd, auðlindir og fé frá hinum mörgu til hinna fáu. Stefnu sem étur sundur samfélög og er á leið með að eyðileggja lífsskilyrði mannkyns. Stjórnlaus helstefna. En fyrir kosningar byrja Sjálfstæðisflokksfólk að halda því fram að við séum öll kvenfrelsissinnar, að við séum öll umhverfissinnar, að við séum öll mannúðarsinnar, að við viljum öll vel og að hjörtu okkar slái í takt. Þetta er hins vegar ekki svo. Sjálfstæðisflokkurinn er nútíma royalistaflokkur sem vill færa hinum nýja aðli fjármálavædds dólgakapítalisma öll völd í samfélaginu vegna þess að flokksfólk telur hinn nýja aðal réttborinn til valda og að öðru fólki sé ekki treystandi fyrir fé, auðlindum né völdum. Sjálfstæðisflokkurinn er því ekki umhverfisverndarflokkur og ekki mannúðar- eða mannréttindaflokkur. Hann er fyrst og síðast baráttutæki hinna fáu ríku og valdamiklu. Passið ykkur á þessum flokki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: