- Advertisement -

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur sýnt að hann kann ekki að fara með fé“

„Í fyrra greiddu heim­il­in í land­inu 40 millj­örðum meira í vexti en árið 2021. Þetta er það sem við höf­um kallað of­ur­skatt­inn á ungt fólk og alla sem skulda.“

Kristrún Frostadóttir.

Stjórnmál „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur hækkað kostnað heim­il­anna. Með verðbólgu, vöxt­um og hús­næðis­verði – og með því að þyngja skatt­byrði venju­legs vinn­andi fólks, jafnt og þétt, frá ár­inu 2013. Það er löngu ljóst að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kann ekki að fara með fé og for­ysta flokks­ins er van­hæf til að stjórna,“ segir meðal annars í grein sem Kristrún Frostadóttir skrifar í Mogga dagsins.

„Leyf­um Sjálf­stæðis­flokkn­um ekki að af­vega­leiða umræðuna og beina sjón­um frá eig­in van­hæfni. Nú skul­um við standa sam­an og svara þeim af festu. Og gleym­um því ekki hve illa Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur brugðist fólk­inu í land­inu á liðnu kjör­tíma­bili,“ segir í greininni.

Samfylkingin ræðst af afli gegn Sjálfstæðisflokknum og hans formanni, Bjarna Ben:

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn missti alla stjórn á efna­hags­mál­un­um.

„Fyr­ir síðustu kosn­ing­ar lofaði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, lág­um vöxt­um. Það er skemmst frá því að segja að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sveik lof­orðin – og rústaði þannig plön­um bæði heim­ila og fyr­ir­tækja.

Í fyrra greiddu heim­il­in í land­inu 40 millj­örðum meira í vexti en árið 2021. Þetta er það sem við höf­um kallað of­ur­skatt­inn á ungt fólk og alla sem skulda. Sem dæmi hef­ur greiðslu­byrði fólks af meðalláni hækkað um 150 til 350 þúsund krón­ur í hverj­um mánuði, eft­ir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki.

Þetta gerðist vegna þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn missti alla stjórn á efna­hags­mál­un­um. Verðbólga fór á flug og vext­ir hækkuðu – en frá­far­andi rík­is­stjórn reynd­ist full­kom­lega van­hæf til að ná stjórn á stöðunni. Seðlabank­inn var skil­inn einn eft­ir og lát­inn hækka vext­ina, og því fór sem fór: Verðbólg­an var brot­in á baki hins al­menna launa­manns.

Mun­um þetta þann 30. nóv­em­ber.“

Grein Kristrúnar er lengri en það sem birtist hér. Að lokum birtir Miðjan þennan kafla ræðurnar:

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur sýnt að hann kann ekki að fara með fé, og for­ysta flokks­ins kann ekki að stjórna fyr­ir fólkið í land­inu. Þau eru ekki með neitt plan og boða ekki nein­ar breyt­ing­ar. En við vit­um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn al­menna mann.

Verður þetta gleymt og grafið þann 30. nóv­em­ber – eða munu kjós­end­ur veita Sjálf­stæðis­flokkn­um verðskuldaða ráðningu?

Senn fær þjóðin tæki­færi til að svara fyr­ir sig með kjör­seðlin­um.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: