- Advertisement -

Sjómannafélagið svarar ágjöfinni

Margt hefur verið sagt um stjórnun Sjómannafélags Íslands og það hefur meðal annars leitt til þess Sjómannafélag Eyjafjarðar og Jötunn í Vestmannaeyjum hafa slitið viðræðum um hugsanlega sameiningu félaganna og Sjómannafélags Íslands.

Í yfirlýsingu stjórnar Sjómannafélags Íslands, vegna þess alls, segir:

„Á aðalfundi Sjómannafélags Íslands 28. desember 2017 voru lagðar fram nokkrar tillögur til lagabreytinga sem höfðu verið bornar undir Trúnaðarmannaráð, sem samþykkti að leggja þær fyrir aðalfund. Þá var lögð fram tillaga á aðalfundinum um breytingu á 16. grein laga um kjörgengi. Tillagan var svohljóðandi: „Kjörgengir eru þeir félagar sem greitt hafa í félagið sl. þrjú ár.“  Tillögurnar voru lagðar fyrir aðalfund sem samþykkti þær með öllum greiddum atkvæðum.

Undanfarna daga hefur Sjómannafélag Íslands legið undir ámæli frá Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni vegna  þessara lagabreytinga og hefur hún sakað forystu Sjómannafélagsins um að falsa lagabreytingu um kjörgengi til stjórnar Sjómannafélagsins til þess að koma í veg fyrir framboð sitt en Heiðveg María hefur lýst áhuga á því að bjóða sig fram til formanns í félaginu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Heiðveig María formannsframbjóðandi fær skvettu af ágjöfinni í yfirlýsingunni.

Sem kunnugt er hefur Heiðveig María Einarsdóttir boðið sig fram til formanns í félaginu og Jónas Garðarsson, núverandi formaður, hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir formennsku áfram.

„Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar hinar alvarlegu ásakanir í garð félagsins. Sjómannafélagið hefur alla tíð unnið af heilindum að hagsmunum og kjaramálum sjómanna. Innan raða þess er starfsfólk með áratugareynslu af málefnum sjómanna. Með ásökunum sínum á hendur starfsmönnum Sjómannafélags Íslands vegur Heiðveig María að æru félagsins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri félagsins,“ segir síðan í yfirlýsingunni sem Helgi Kristinsson, varaformaður Sjómannafélags Íslands, undirritar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: