- Advertisement -

Sókn Sósíalista staðfest – ríkisstjórnin fallin

Gunnar Smári:

Ef Flokkur fólksins nær yfir 5% þröskuldinn tæki flokkurinn einn þingmann til af ríkisstjórninni og hún fengi aðeins 30 þingmenn.

Sósíalistaflokkurinn hefur ekki mælst stærri hjá Gallup en nú, og staðfestir könnunin að flokkurinn er í mikilli sókn. Vöxtur Sósíalista veldur því að ríkisstjórnin fellur, fær aðeins 46,2% fylgi en 31 þingmann. Ástæða þess að stjórnin fær þó svona marga þingmenn er að 4,9% atkvæða greidd Flokki fólksins skila líklega engum þingmanni. Ef Flokkur fólksins nær yfir 5% þröskuldinn tæki flokkurinn einn þingmann til af ríkisstjórninni og hún fengi aðeins 30 þingmenn.

Breytingin frá könnun Gallup frá fyrri hluta ágúst til síðari hluta eru þessar:

Flokkar sem bæta við sig:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • Sósíalistar: +1,5 prósentustig
  • Viðreisn: +1,5 prósentustigFlokkar sem standa í stað:
  • Flokkur fólksins: +0,8 prósentustig
  • Miðflokkurinn: +0,3 prósentustig
  • Samfylkingin: +0,3 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkurinn: –0,3 prósentustig
  • Framsókn: –0,8 prósentustig

Flokkar sem missa fylgi:

  • Píratar: –1,7 prósentustig
  • VG: –1,7 prósentustig

Ef við skiptum þingheim upp miðað við þetta fylgi er staðan þessi (innan sviga er breyting frá fráfarandi þingi, eftir flokkaflakka nokkurra þingmanna):

Ríkisstjórnin:

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 17 þingmenn (+1)
  • VG: 8 þingmenn (–1)
  • Framsókn: 6 þingmenn (–2)


Ríkisstjórnin alls: 31 þingmenn (–2)

Stjórnarandstaða I (hin svokallaða frjálslynda miðja):

  • Samfylkingin: 8 þingmenn (óbreytt)
  • Píratar: 7 þingmenn (óbreytt)
  • Viðreisn: 7 þingmenn (+3)


Stjórnarandstaða I: 22 þingmaður (+3)

Stjórnarandstaða II (nýtt hægri)

  • Miðflokkurinn: 5 þingmenn (–4)
  • Flokkur fólksins: Enginn þingmaður (–2)


Stjórnarandstaða II: 5 þingmenn (–6)

Stjórnarandstaða III, utan þings:


Sósíalistaflokkurinn:
 

  • 5 þingmenn (+5)

Ef við tökum stöðuna frá síðustu kosningum, það er fyrir flokkaflakk, þá eru breytingarnar á þingmannafjölda flokkanna þessi:

Þessir bæta við sig:

  • Sósíalistar: +5
  • Viðreisn: +3
  • Sjálfstæðisflokkurinn: +1
  • Samfylkingin: +1
  • Píratar: +1

Þessir flokkar tapa þingmönnum:

  • Flokkur fólksins: –4
  • VG: –3
  • Miðflokkurinn: –2
  • Framsókn: –2

Eins og sést af þessu er Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn einu flokkarnir í teljandi sókn í dag. Ef við skoðum breytingar á fylgi frá kosningunum þá er hún þessi:

Þessir flokkar hafa dregið til sín fylgi:

  • Sósíalistar: +8,2 prósentustig
  • Viðreisn: +3,9 prósentustig
  • Píratar: +1,7 prósentustig

Þessir flokkar standa í stað:

  • Samfylkingin: –0,6 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkur: –1,0 prósentustig
  • Framsókn: –1,0 prósentustig

Þessir flokkar hafa tapað fylgi:

  • Flokkur fólksins: –2,0 prósentustig
  • Miðflokkurinn: –3,9 prósentustig
  • VG: –4,6 prósentustig

Þarna færast um 13,5 prósentustig milli flokka og þar af tekur Sósíalistaflokkurinn til sín næstum 2/3.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: