„(Er einhver á Íslandi, fyrir utan nokkra harðkjarna brjálæðinga í Valhallar/Hádegismóa bönkerum sammála utanríkisráðherra Íslands og Friedrich Merz um að Ísrael sé að vinna fyrir vesturlönd skítverkin með því að gera loftárásir á Íran? Athugum að ekki er mikil gleði með þetta geðsýkis-röfl í Merz í Þýskalandi. Hversvegna er utanríkisráðherra eiginlega að hafa þetta eftir opinberlega?)
Mjög slæmt að vera með utanríkisráðherra sem er annað hvort í afneitun um hverjir eru „helsti drifkraftur óvissu og óöryggis í Miðausturlöndum“ eða tilbúin til að ljúga vísvitandi um það og reyna þannig að blekkja almenning.
Mikið hrikalega er illa komið fyrir vestrænni stjórnmálastétt,“ skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
