- Advertisement -

Sóun á verðmætum í sjávarútvegi, vinnsluskilda á laxeldi, strandveiðar og leyndarhyggja á fiskmörkuðum

Vigfús Ásbjörnsson skrifar:

Einhverja hluta vegna þá ríkir leynd yfir því hverjir kaupa fisk á fiskmörkuðum sem er mjög undarlegt athæfi og  gerir lítið annað en skapa tortryggni og einhverja leyndarhyggju um fiskveiðar okkar Íslendinga.

Síðan hvenær þykist SFS bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti? Er þetta eitthvað spaugstofugrín þetta framferði hagsmunasamtakanna vegna boðaðra breytinga í sjávarútvegi? Allavega er það ekki fyndið. Ef SFS bæri hag þjóðarinnar fyrir brjósti þá myndu þau horfa innávið og berjast fyrir breytingum innan þess kerfis sem þeirra eigin hagaðilar eru hluti af! En það gera þessi samtök ekki og virðast ófær um að sjá bjálkana í eigin augum og benda bara á aðra og virðast uppfull af einhverri forréttindablindu!

Nú æðir formaður SFS ríðandi landshorna á milli með stórt upplag af moggapóstinum í hendi og reynir að telja fólki trú um það að það sé þjóðarhagur sem býr í hennar brjósti. Segðu okkar annan brandara Heiðrún ! Það sjá allir sem vilja í gegnum málflutning SFS. Fullyrðingar þar sem engin rök fylgja máli. Bara yfirlýsingar og upphrópanir sem koma frá stærstu samtökum sjávarútvegs á Íslandi sem vilja láta taka sig alvarlega , og þið sem eruð með fullt af rökþrota sérfræðingum í vinnu og jafnvel heilan fjölmiðil. Hver skyldi  taka ykkur alvarlega? Ég held bara enginn geri það nema eitt og eitt kúgað grey sem hlýðir skipunum ykkar eins og vel taminn hundur af hræðslu við lífið sjálft og á ekkert nema vorkunn skilið!

SFS hefur farið mikinn um það að strandveiðiafli sé fluttur óunnin úr landinu án þess þó að sýna neinum fram á það og sé sóun á þjóðarhag og verðmætum án þess að sýna fram á það með neinum hætti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sá fiskur sem strandveiðiflotinn okkar veiðir er seldur á opnum fiskmörkuðum…

Útflutningur á óunnum fiski eykt jú eitthvað yfir sumarmánuðina en það skýrist ekki endilega af því að strandveiðiafli berst á land á þeim tíma. Þannig er nú nefnilega í pott búið að margar af stærri  fiskvinnslum landsins loka stórum hluta starfsemi sinnar um mitt sumar og þá helst í júlímánuði og taka sumarfrí. Þó svo að margar vinnslur loki þá er það ekki svo að skip fiskvinnslanna fari alltaf samhliða í sumarfrí þó svo margar fiskvinnslur geri það. Þau halda nefnilega mörg áfram veiðum sem skýrir að miklu leiti aukningu á óunnum fiski frá landinu yfir sumarmánuðina. Sá fiskur sem strandveiðiflotinn okkar veiðir er seldur á opnum fiskmörkuðum á Íslandi á hæsta mögulega fiskverði sem endurspeglar raunveruleg verðmæti fisks upp ú sjó á í landinu. Einhverja hluta vegna þá ríkir leynd yfir því hverjir kaupa fisk á fiskmörkuðum sem er mjög undarlegt athæfi og  gerir lítið annað en skapa tortryggni og einhverja leyndarhyggju um fiskveiðar okkar Íslendinga. Hverjum þessi leyndarhyggja þjónar er okkur strandveiðimönnum algerlega óskiljanlegt vegna þess að fiskveiðar og sala á fiskmörkuðum á Íslandi á ekki að vera nein leynistarfsemi og er sannarlega ekki hluti af neinni leyniþjónustu. Ég sjálfur er nokkuð viss um það að megnið af afla strandveiðibáta sé ekki fluttur óunnin úr landinu. Það er  vegna þess að hágæða afla strandveiðiflotans er einstakt í íslenskum sjávarútvegi og  hentar einna best í ferskfiskvinnslur á landinu af öllum afla sem berst að landi á degi hverjum. Fiskur sem  veiddur er í strandveiðikerfinu getur nefnilega verið fluttur frá landinu í formi  hágæða fiskflaka á dýrustu ferskfiskmarkaði í heimi daginn eftir að  hann er veiddur.

Hátt í 50 þúsund tonn af óunnum löxum er eingin smáræðis tala.

Ef Heiðrúnu og SFS er mikið í mun um það að fiskur á Íslandi sé unnin hér á landi þá ætti Heiðrún og SFS að beina sjónum sínum að laxeldinu í landinu. Í laxeldinu er fiskurinn nánast allur fluttur óunnin burt úr landinu í vinnslur í öðrum löndum. Árið 2023 voru nálægt 50 þúsund tonnum slátrað úr laxeldi á Íslandi og laxinn fluttur að mestu leiti óunnin úr landinu. Hvaða þjóðarhagur er það! Hátt í 50 þúsund tonn af óunnum löxum er eingin smáræðis tala. Það er um það bil einn fjórði af þeim þorski sem veiddur er hér við land.Ef Heiðrún og SFS vill reyna að auka sinn trúverðugleika um það að þeim liggi mikið á hjarta að sjávarfang sé unnið hér á landi og að SFS beri einhvern þjóðarhag fyrir brjósti ættu þau að horfa sér nær og gera kröfu um það að laxar sem aldir eru upp í  íslenskum fjörðum séu unnir hér á landi í full unnar vörur tilbúnar á disk neytandans áður en leyfi fæst til þess að flytja hann úr landinu. Annað er sóun á verðmætum.

Laxeldi á Íslandi er í dag bara hráefnisframleiðsla þar sem virðisaukinn í laxaafurðir Íslendinga/Norðmanna er skapaður í fiskvinnslum í öðrum löndum en á Íslandi. Við ættum sem þjóð að gera kröfu á vinnsluskildu á laxi hér á landi, annað er stórkostlega galið og sóun á verðmætum og þjóðarhag. Störfin og verðmætin sem vinnsluskylda á laxaafurðum úr íslensku laxeldi myndi skapa gætu orðið gríðarleg fyrst þetta eldi er komið hér á annað borð. 

Já, SFS talar um þjóðarhag og sakar aðra um sóun á verðmætum. Horfið ykkur nær, sóunin á verðmætum stendur ykkur miklu nær en ykkur grunar. Reynið að fjarlæga bjálkana úr eigin augum og þá kannski mun þjóðin taka ykkur alvarlega og þið munuð kannski auka trúverðugleika ykkar. 

Höfundur er virðiskeðjufræðingur og smábátasjómaður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: