- Advertisement -

Stefnan sett á sparifé almennings

Jafnvel af peningum sem „týndust“ í hruninu. Kann að vera að sumir vilji meira.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,  fer fremstur þeirra sem girnast sparifé fólks. Almenningur treystir ekki enn og mun trúlega ekki gera í langan tíma enn. Svo illa fóru allskyns braskarar með sparifé þúsunda að eðlilegt er að fólk hafi varan  á  sér. Óli Björn er talsmaður frumvarps þar sem gert er ráð fyrir skattaafslætti til þeirra sem vilja hætta sparnaði sínum.

„Hluta­bréfa­markaður­inn er mik­il­væg upp­spretta fjár­magns og veit­ir fyr­ir­tækj­um aðgang að nauðsyn­legu áhættu­fé. Skil­virk­ur hluta­bréfa­markaður er óaðskilj­an­leg­ur hluti öfl­ugs efna­hags­lífs. Sterk­ur markaður þar sem fyr­ir­tæki hafa greiðan aðgang að fjár­magni til fjár­fest­ing­ar og vaxt­ar á að vera keppikefli stjórn­valda ekki síður en að byggja upp skil­virk­an og sam­keppn­is­hæf­an fjár­mála­markað í heild sinni,“ skrifar hann í Moggann í dag.

Kannski er verið að knýja á um  skattaafslátt til  þeirra sem komu með fúlgur fjár í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Þar var veittur góður afsláttur. Jafnvel af peningum sem „týndust“ í hruninu. Kann að vera að sumir vilji meira.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Auðvitað trygg­ir skatta­afslátt­ur til ein­stak­linga ekki einn og sér öfl­ug­an hluta­bréfa­markað,“ skrifar Óli Björn og heldur áfram:: „Með því að þátt­tak­end­um fjölg­ar verður hluta­bréfa­markaður­inn dýpri, verðmynd­un­in eðli­legri og markaður­inn þar með heil­brigðari. Það sem skipt­ir kannski mestu: Það er verið að styrkja fjár­hags­legt sjálf­stæði ein­stak­linga og gera þeim kleift að taka þátt í at­vinnu­rekstri. Þannig eru hags­mun­ir al­menn­ings og at­vinnu­lífs­ins sam­tvinnaðir. Áhugi og þar með þekk­ing á at­vinnu­líf­inu og stöðu hag­kerf­is­ins, eykst.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: