- Advertisement -

Steingrímur J. móðgaðist

„Fimm mánuðir og tveir dagar. Mig lengir, eins og háttvirtan þingmann Hönnu Katrínu Friðriksson, eftir að fá svör frá hæstvitrum forseta: Hvað dvelur orminn langa í þessu mikilvæga máli sem getur brugðið upp ákveðinni mynd af þróuninni m.a. í íslensku atvinnulífi? Ég vil brýna forseta til dáða í þessu mikilvæga máli og það er ekki mikið eftir af þinginu, ekki nema bara ríkisstjórnin hafi eitthvað að fela hvað varðar einmitt eignarhaldið, ekki bara í íslenskum sjávarútvegi heldur almennt í íslensku atvinnulífi. Það skiptir máli að þetta komi sem fyrst fram og þessir ríkisstjórnarflokkar sitji ekki á enn einni skýrslunni fram yfir kosningar. En það væri svo sem engin nýlunda að fela það sem er óþægilegt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Hún vitnaði til orða Hönnu Katrínar sem er að finna í fréttinni á undan þessari.


Steingrími J. þingforseta var ekki skemmt:

„Forseti ætlar ekki að blanda sér í ummæli þingmanna um hvað dvelji skýrslugerð en vill taka fram að hann þarf a.m.k. ekki að sitja undir frýjunarorðum í þessu máli því að eins og skýrslubeiðandi vel veit hefur forseti beitt sér í því og í samráði við skýrslubeiðanda, til þess að greiða götu þess að skýrslunni mætti svara fljótt og vel, að afmarka betur efni skýrslunnar og það tímabil sem hún taki til. Í því bréfi sem forseti af því tilefni sendi upp í ráðuneyti var sérstaklega tekið fram að vonast væri til þess að með þessu, með því að afmarka betur efni skýrslunnar og tíma, yrði hægt að svara skýrslunni fljótt og vel og skýrara var varla hægt að taka til orða. Þessu vill forseti bara halda til haga sjálfs síns vegna en að öðru leyti mega menn ræða þetta eins og þeir vilja, upp á hvern einasta dag mín vegna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: