- Advertisement -

Stjórnarandstaðan býr ekki lengur hér

Ekki verður gerð krafa til þeirra stjórnmálaflokka sem eru utan ríkisstjórnar um að þeir verði andstaða við ríkisstjórn Bjarna og Katrína komandi vetur. Liðsmenn þeirra flokka hafa ekki sýnt neina teljandi tilburði til þess að standa í fæturnar gegn ríkisstjórninni. Þau mega slappa af. Þau hafa misst hlutverk sitt.

Ekki er gerð krafa til þessa fólks. Stjórnarandstaðan býr ekki lengur í þinghúsinu.

Annað fólk, og alls ekki síðra, er tilbúið til að vera alvöru mótvægi gegn hinni stálhörðu íhaldsstjórn. Þar fara einna fremst formenn nokkurra verkalýðsfélaga. Það fólk deilir engu með ríkisstjórninni og er tilbúið að bjóða henni birginn.

Framundan er alvara. Mikil alvara. Formenn félaganna hafa þegar hafið undirbúning fyrir komandi átök. Þeir hafa kannað viðhorf síns fólks og munu ganga takfast til átakanna. Ríkisstjórnin óttast ekki Samfylkingu, Viðreisn, Flokk fólksins, Miðflokkinn eða Pírata. Hún óttast verkalýðinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þau eru helstu leiðtogar hinnar nýju stjórnarandstöðu, anstöðu sem er reiðubúinn til að leysa þingflokka fimm af hólmi.

Bjarni og Katrín vita að ógnin kemur utan frá. Ekki úr þinghúsinu. Innanhússleikinn kunna þau upp á tíu. Þar er ekkert að óttast. Þau kunna hins vegar ekki að mæta órofa heild hins almenna Íslendings. Það verður einmitt hann, hinn venjulegi Íslendingur, sem mun raska ró ríkisstjórnarinnar.

Afl fólksins mun verða ríkisstjórinni um megn. Einn af leiðtogunum, Aðalsteinn Baldursson á Húsavík, er viss um að ef ekki verður hlustað á fólkið verði þingkosningar ekki síðar en í mars. Fleiri hafa talað á sömu lund. Mótspyrnan mun koma utan frá að þessu sinni.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: