- Advertisement -

Stjórnvöld bera mesta ábyrgð vegna United Silicon

„Ég er sannarlega ekki að gera lítið úr ábyrgð aðstandenda Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík sem virðast hafa afvegaleitt yfirvöld, eftirlitsaðila og aðra með röngum upplýsingum, mér liggur við að segja í hvert skipti sem eftir slíku var sóst. Ábyrgð þeirra er mikil og stefnir í að það verði ærið verkefni fyrir dómskerfið á næstu árum að ráða fram úr þeirri flækju allri. Stjórnvöld bera þó án nokkurs vafa mestu ábyrgðina hér. Þau eiga að tryggja hagsmuni almennings en það var ekki gert. Slíkt má ekki endurtaka sig.“

Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson á þingi þegar rætt var um ólánsverksiðjuna í Helguvík. Í umræðunni kom orðið staðfestingarskekkja nokkrum sinnum til tals.

„Reynslan sýnir nefnilega að stjórnmálamenn, mögulega öðrum fremur, eru veikir fyrir staðfestingarskekkjunni. Það kann ekki góðri lukku að stýra að láta hana ráða för vegna þess að almenningur vænkast sjaldan á slíkri vegferð. Það getur almenningur í Reykjanesbæ væntanlega staðfest,“ sagði Hanna Katrín.

Hún varð alls ekki þá sem stofnuðu til verksmiðjunnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Staðreyndin er sú að kísilverksmiðja Sameinaðs sílikons var ekki fullbúin þegar framleiðsla hófst og starfaði aldrei í samræmi við mat á umhverfisáhrifum, starfsleyfi og markmið samnings um ívilnanir. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er samfelldur áfellisdómur yfir aðdraganda, framkvæmd og eftirfylgni með þessu verkefni sem svo miklar væntingar voru bundnar við í upphafi. Tap samfélagsins af þessu ævintýri að gríðarlegt. Bæði margra milljarða tap banka og lífeyrissjóða og tap Reykjanesbæjar, sem þarf að kljást við ýmsar neikvæðar afleiðingar þessa máls.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: