- Advertisement -

Stjórnvöld skilja ekkert annað en hörku

Björgvin Guðmundsson skrifar: Mikill fjöldi eldri borgara ræðir alltaf við mig. Ég verð þess greinilega var, að þessum eldri borgurum finnst orðið tímabært að ráðast í einhverjar aðgerðir til stuðnings bættum kjörum eldri borgara; ekki sé nóg að tala og skrifa um þau mál. Einkum er í þessu sambandi nefnt tvennt: Málsókn og undirskriftasöfnun.Ég er nokkuð sammála þessu.

Stjórnvöld skilja ekkert annað en hörku og aðgerðir. Miklar umræður hafa átt sér stað um málsókn undanfarið í Félagi eldri borgara í Reykjavík.Þeim umæðum er ekki lokið. Krafa um undirskriftasöfnun er einnig alltaf á dagskrá.Aðalaðtriðið er að grípa til einhverra aðgerða; sitja ekki með hendur í skauti.Tími aðgerða er runninn upp.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: