- Advertisement -

Svei þér Kristján Þór!

Það eru stórútgerðarmennirnir sem hagnast fyrst og fremst á því.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra kemur enn og aftur upp um sig. Það fyndna er að hann hefur ekki hugmynd um það. Um að auka fiskvinnslu hér heima og skapa störf segir hann: „Við höfum hins vegar langa hefð fyrir því hér á landi að afla okkur tekna með því að fá sem hæst verð fyrir sjáv­ar­af­urðir hverju sinni.“

En Kristján, hæsta verð fyrir hverja, hverjir eru það sem græða fyrst og fremst á því að selja fiskinn óunnin til útlanda? Almenningur í landinu? Nei og aftur nei. Það eru stórútgerðarmennirnir sem hagnast fyrst og fremst á því. Sömu mennirnir og hafa lagt heilu byggðirnar í rúst með því að leggja niður fiskvinnslu og selja auk þess kvótann frá bæjunum. Svei þér Kristján Þór!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: