- Advertisement -

Svikin af Halldóri Viðari Sanne og vantar húsnæði strax

Sandra Anna skrifar fyrir hönd fjölskyldu sinnar og óskar eftir húsnæði strax.

Halldór Sanne sem situr núna í gæsluvarðhaldi eftir fjölmörg fjársvik undanfarna mánuði, þar sem hann sýnir og lofar fólki fasteignum sem hann hefur engin leyfi til.

Sandra Anna skrifar inn á eina leigusíðuna á Facebook:

Sæl mig langaði til þess að segja ykkur frá lífsreynslu sem að ég og fjölskylda mín urðum fyrir nýlega. Við höfum búið í sama leiguhúsnæðinu í 7 ár en var það selt og okkur tilkynnt með fyrirvara að við þyrftum að fara út fyrri 31. Mars. Mamma mín eignaðist yngstu systur mína um jólin svo að við vildum finna okkur nýtt húsnæði fyrr en seinna. Það vita allir hvernig leigumarkaðurinn er svo að leitin tók smá tíma en við fundum hús í Njarðvík sem að við vorum mjög hrifin af, það var stórt og bjart og rúmaði okkur vel. Við setjum okkur í samband við leigusalann Aldo Viðar Bae (Halldór Sanne) og býður hann okkur að koma og skoða húsið. Eftir að hafa fengið að skoða, lýstum við yfir áhuga okkar og vildum endilega fá að leigja húsið ef að hann hefði áhuga á að fá okkur. Hann segir okkur að það sé önnur fjölskylda með mikinn áhuga en ef að við gætum greitt trygginguna strax sem var 300.000 krónur væri húsið okkar. Við í örvæntingu okkar treystum honum og greiðum 300.000 krónurnar til þess að tryggja okkur húsið, við stingum upp á bankatryggingu en hann segir það kerfi vera úrelt og svona sé þetta bara í dag. Við stefndum á að flytja inn 5 mars og var tilhlökkunin mikil. Hann segir okkur að fyrir 10 mars að hann vilji fá greidda leiguna sem að var 300.000 krónur mánaðarlega og átti það að vera leiga fyrir mars/apríl og segir okkur að ef að við greiðum ekki þennan fyrsta mánuð sé hann ekki tilbúinn til þess að afhenda okkur lyklana. Við greiðum honum leiguna, byrjum að pakka og tilbúin fyrir afhendingu lykla 5 mars. 5 mars rann upp og náum við ekki í Halldór, hann hefur svo samband og segist vera erlendis gefum mér bandaríska númerið sitt og frestar okkur til 12 mars þegar hann kemur heim. Þegar að 12 mars rennur upp gerist sama sagan, ekki næst í Halldór og hann svo frestar okkur 17 mars. 17 mars varð að 20 mars, 20 mars varð að 23 mars og síðasta sem við heyrðum frá honum var 27 mars, en þá vorum við búin að sjá greinina frá DV og gera okkur grein fyrir stöðu mála. Við áttum að losa okkar íbúð 31 mars og við sáum fram á ekkert húsnæði. Sem betur fer er núverandi leigusalinn okkar ekki eins og Halldór og fékk frest á afhendingu á íbúðinni til 30. Apríl en ég vil biðja ykkur um að passa ykkur. Þessi maður er MJÖG sannfærandi, hann hittir þig og sýnir þér húsið, hann horfir í augun á þér og gerir samning, hann vissi vel að við erum með 3ja mánaða ungabarn. Hann hrifsaði af okkur 600.000 krónur og svífs einskis. Passiði ykkur!
Í dag erum við á upphafspunkti. Kæru leigusalar, við erum 5 manna fjölskyda í leit að íbúð eða húsi 4ra herbergja + sem allra fyrst, en við þurfum að vera farin út úr eigin húsnæði eftir mánuð.
Greiðslugeta er upp að 300 þús.
Við erum með góð meðmæli frá leigusala síðastliðinna 7 ára, sem við gætum ekki þakkað nógu mikið fyrir hjálpina.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: